Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 15
órafjarlægðir. Óvinirnir mundu jress vegna gera allt, sem þeir gætu til að hertaka Altmark. Erfiðustu leiðirnar, sem fara verður um eru hafið milli Afríku og Suð- ur-Amerfku, þar sem jrað er mjóst, milli Naial og Freetown, í námunda við mið- jarðarlínuna og einnig Norður-Ameríku- siglingaleiðin, sérstaklega Halifax — Eng- land, og svo þriðja siglingaleiðin milli Skotlands og íslands. Báðum megin á þess- ari leið hafa Bretarnir flotahafnir, svo. hafið er vel vaktað, en þó eru nokkur göt á girðingunni, sem mætti komast í gegn- um, sérstaklega þegar þoka er. Þar að auki eru kafbátarnir, sem alls staðar geta skot- ið sér upp, jregar minnstum vonum varir, geta þeir séð óralanga vegu með nýtízku firðsjá og er ekki gott fyrir skip, sem er eitt á ferð að losna við þá. Það er J>ví mikið áhættuspil, sem nú er að heíjast fyrir Altmark. Annaðhvort heppnast siglingin heim eða skipið lendir í höndurn Englendinga. Líkurnar eru einn á móti tíu, — tífalt meiri líkur fyrir því, að þetta heppnist ekki. En jafnvel þótt möguleikarnir séu ekki meiri, verður að hætta á Jrað sanrt. Og það er þetta, sem Altmark ætlar nú að gera. Nú er stöðugt haldið í norður, og veðr- ið fer hlýnandi. Albatrossunum og Kap- dúfunum fækkar, og sá heimskautablær. sem áður einkenndi umhverfið fer nú stöðugt minnkandi. Altmark nálgast nú óðum siglingaleiðina milli Höfðaborgar og Suður-Ameríku. Stöðugt næst nú oftar í skeyti frá kaupskipum, sem halda sitt í hvora átt og ,er venjulegast hægt að stað- setja Jressi skip á kortinu, svo um árekstra er ekki að ræða. Þannig tekst Altmark að komast óséðu yfir Suður-Atlantshafið og á nú bara eftir að fara þvert yfir siglinga- leiðina Natal — Freetown, Jiar sem hafið ---------------------Nýtt S. O. S. 15. er mjóst milli heimsálfanna. Það fer Jjó fjarri því, að hér sé ekki um nóg rúm að’ r;eða, því Jretta er ekkert sund, heldur fast að því 3000 sjómílna breitt haf. En starfssvið njósnaflugvéla og hraðskreiðra tundurspilla mi á tímum er yfirgripsmik- ið, s\ro að þetta haf verður að hættulegri siglingaleið, sem vel er gætt og erfitt er að sigla í gegnum. A þessu svæði suðaust- tir- og norðaustur-staðvinda ríkir um þetta leyti árs venjulega rigning og þoka, sem Altmark reiknar sér í hag. En Jretta fór öðruvísi en áætlað var. í þetta skipti rign- ir ekkert. í tvo daga og tvær nætur varð skipshöfnin á Altmark að einbeita athygli sinni að sjónarröndinni allt í kritig, hvort ekkert óvinaskip sæist, áður en hún gæti andað léttara. En þá fyrst var mesta hætt- an liðin Iijá, og skipið hafði siglt norður úr hættulegasta svæðinu. Þó fer fjarri því, að Altmark geti áhyggjulaust haldið áfram ferð sinni í norðurátt, alls staðar er fullt af skipum, flugvélum og neðansjávarbát- um, sem eru á leiðinni til og frá Mið- Ameríku, og gætu komið auga á hið Jjýzka skip og látið vita um ferðir Jæss. Samt gengur allt vel næstu daga. Sem betur fer versnar veðrið og verður dimmara svo að Altmark er öðru hvoru hulið regnskýjum og þoku. Ljósmiðunar- ræki og loftskeytamenn halda stöðugan vörð og láta stjórnendur skipsins í brúnni vita í tíma, ef Jæir halda að hætta sé á ferðum. Á Norður-Ameríku-siglingaleið- inni verður veðrið svo þungbúið, að þok- an hylur gjörsamlega brezka skipalest, sem stefnir í suður og fer rétt fram hjá Altmark. Skeytin frá brezku skipalest- inni létu svo hátt í heyrnartækjum birgða- skipsins, að Ioftskeytamaðurinn varð í mesta ofboði að rífa þau af sér. En skip- in halda í öfuga átt og brátt eru þau orð-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.