Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 19
Nýtt' S. O. S. 19 Trygg fylgir birgðaskipinu nieðan leið- in liggur í gegnum skerjagarðinn. Fyrir utan skerjagarðinn koma menn nú auga á mörg íiskiskip sem eru að síldveiðum. Á milli nokkurra þessara skipa lieldur nú hið þýzka birgðaskip, bægt áfram ferð sinni, og hinn 15. febrúar er það komið að liinum breiða Sognfirði. Þar kemur tundurskeytabáturinn Snögg á móti þeim. Norskur sjóliðsforingi, yfir- maður tundurskeytabátsins, kemur nú aft- ur um borð, og segist, samkvæmt ótvíræðri skipun, verða að hefja rannsókn á skipinu. Dau skipstjóri lætur í ljósi vanþóknun sína á þessu. Það eru hér um bil sömu orðin seni fara á milli þeirra og í fyrra skiptið þegar Trygg kom. En þessi sjó- liðsforingi yfirgefur einnig Þjóðverjana eftir nokkurn tíma, án þess að hafa valdið örðugleikum. En Tank-Nielsen aðmíráll lætur sér ekki þetta nægja. Hann veit af föngunum um borð í Altmark og hefur ásett sér að liindra það að jreir komist til Þýzkalands, enda þótt hann hafi engan lagalegan rétt til þess, þar sem Altmark hefur ekki framið neitt brot á alþjóðleg- um reglum. Hann fer nú í „eigin per- sónu“ um borð í tundurbátinn Garm til að elta Altmark og nær skipinu sunnar- lega í mynni Sognfjarðarins þegar það er í þann veginn að stefna á haf út. Enn einu sinni verður Dan skipstjóri að láta stöðva vélarnar. Hann er nú orðinn gram- ur. , Áður en norski tundurbáturinn hefur náð þeim sendir hann skeyti til Jjýzka sendiráðsins í Osló og biður það að láta norsku stjórnina vita um hvað hér sé að skc. Fram hjá I5ergen er einungis hægt að sigla að degi til og næstu nótt yrði hann að fara yfir Skagerak, eftir að tungl væri af lofti. Ef hann yrði stöðvaður ennþá eir.u sinni, þýddi jrað 24 klukkutíma töf sem gæti orðið örlagarík. í þriðja skipti kemur sjóliðsforingi um borð í Altmark. Hann er strangari en hinir og krefst þess að fá að sjá hvað skipið hefur að geyma. „Mér þykir það mjög miður!“ svarar Dau skipstjóri. Altmark siglir, eins og J)ér \ itið, undir ríkisfána Þýzkalands og ég get Jíess vegna ekki af góðum og gildum ástæðum leyft yður að rannsaka skipið. Ég býst einnig við' að það sé mest áríðandi fyrir yður að fá að vita, hvort skipið sé vopnað eða ekki. Ég skal leyfa yður að fullvissa yður um að skipið er ekki vopn- að.“ Eéttu vélbyssurnar höfðu báðar verið teknar niður áður en komið var að Nor- egsströndum og látna niður í lest. Fæturn- ir sem J)ær höfðu staðið á voru aðeins eftir. En liðsforinginn vill ekki skilja þetta. Hann fieldur fast við það að fá að leita í skipinu og bendir Dau skipstjóra á, að hann hafi í leyfisleysi sent frá sér loft- skeyti. „Þér eruð hér í norskri landhelgi, og Jrar eru allar loftskeytasendingar bannað- ar,“ sagði hann. í þetta skipti er það Dau skipstjóri, sem verður að biðjast afsökun-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.