Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 33
----:— Nýtt S. O. S. 33 koma þessi vottur um þann alþýðleika, sem Frohmari sýndi. í klela sínum rétt hjá efndu hjón, sem áttu ekki heima í leikhúsveröldinni, til hátíðarhalds. Charles Plamondon og kona hans, frá Chicago, minntust 36 ára brúð- kaupsafmælis síns með því að opna nokkr- ar kampavínsflöskur. Plamondon skrifaði í dagbók sína: Fiwnntudagurinn fi. maí, um borð í Lusitaniu, 4(18 mílur: Dásamlegt veður, sólskin allan daginn. Kvöldhljómleikar til stuðnings sjómannaheimilinu. Margir af gestum Frohmans voru kyrrir fram yfir kviildverðartíma þetta kvöld, en Turner, skipherra, var kvaddur hurtu snemma. Sendisveinn rétti honum loft- skeyti, sem borizt hafði frá brezka flota- málaráðuneytinu. „Kafbátar að slörfmn undan suður- strönd írlands Turner hcifðu engar aðvaranir horizt fyr en nú, og þetta skeyti gerði aðeins að rugla liann enn meira í ríminu, vegna þess hve stutt það var. Hann hripaði nokkr ar línur á blað og bað um, að þaö yrði endurtekið, og hélt svo rakleitt á stjórn- pall. Klukkan 7,56 síðdegis sendi Stetvart Hutchinson, loltskeytamaður, fyrirspurn með alþjóða morse-merkjum. Loftskeyta- stöð flotans við Landsenda, sem nú var aðeins 375 mílur í burtu, mundi ná henni á næstu sekúndu. Fáeinum mínútum síðar barst Turner skipherra svar aftur. Skeytið var orðað alveg eins og hið fyrra. Hann var á stjórnpalli fram í myrknr, og Lusitania skundaði áfram. Vindurinn strauk blíðlega vanga hans, og hann fann á sér, svo sem að eðlisávísun gamals sæ- garps, að land var ekki langt undan. Hann fann að vísu ekki ilminn af því ennþá, en hann mundi brátt gera vart við sig. jafnvel að næturlagi nmndi sjcirinn fá ajlt annan blæ, eftir því sem botninn færð- ist ofar, nær skipinu, unz komið var upp í Mersey, þar sem varla var nægilega djúpt fyrir skip hans, sem risti 3614 fet. Klukkan 8,30 barst loftskeytamannin- um annað skeyti, greinarbetra, frá flota- málaráðuneytinu: Til allra brezkra skipa kl. 0005: Tnkið hafnsögumann við IJverpool- g)'ynningarnar og forðist nesin. Siglið á fullri ferð fram hjá höfnum. Stýrið upp miti sundið. Kafbátar við Fastnet. Lusitania staðfesti móttöku þess og skeytamaðurinn á I.andsenda skráði það í dagbók sína. Turner rædcli við yfirvélstjórann á ný .... skrúfurnar fjórar snérust enn á há- markshraða fyrir því afli, sem fyrir hendi var, og skipið ætti að fara 21 mílu næst, þegar hraðamælirinn væri athugaður, ef þoka, sem oft lá við írlandsstrendur, skylli ekki yfir |)á. „Kafbálar við Fastnet". Lífbátunum hafði verið sveiflað út fyrir. X'atnsþéttu skilrúmunum hafði verið lok- að að unclanskildum þeim, þar sem voru stigar, leiðslur, vélbúnaður og önnur nauð- synleg stjórntæki. I>eim mátti skejla aftuT á síðustu stundu, og þegar það hafði ver- ið gert, þá þýddi það, að sigling skipsins hefði verið stöðvuð. Vélstjórarnir gengu úr skugga um, að |>essar varúðarráðstafanir hefðu verið gerð- ar, en yfirmenn á þilfari gættu að varð- stöðvunum. Varðgæz.lan hafði verið tvö- fcilduð, er leið á daginn. Nú voru tveir menn í mastursbyrginu, þar sem venja var að hafa aðeins einn, og tveir voru frarn á stefni. Þeir voru „augu“ skipsins. fafnan voru tveir yfirmenn á stjórnpalli

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.