Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 4

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 4
4 Nýtt S. O. S. Þá var skipið líka lengt nokkuð. Auk J>ess bætt við túrbínu, er jók vélaaflið um 5000 hestöfl og hraðann um 2i/á hnút. Eitthvað hafði líka verið hresst upp á salarkynni skipsins. Annars var Jrað nú svo, að á leiðinni frá Marseille til Saigon gerðu farþegarnir ekki mjög háar kröfur um þægindi, eins og á aðalsiglingaleiðum lýfbrðuratlantshafsins. Frakkar gerðu held- ur ekki eins miklar kröfur í þessu efni og ýmsar þjóðir aðrar. Fyrir 1933 sigldi um hálf önnur tylft skipa undir merki M. M.-félagsins. Þetta voru farþegaskip um 10 þús. tonn, flest dieselskip. Frakkar önnuðust þá að mestu einir leiðina til og frá Indókína. Tveir Jniðjú hlutar þessa skipastóls urðu styrj- öldinni að bráð. Það mátti víst segja, að allir eða nær allir farjregarnir, er stigu urn borð í Cham- pollion þennan dimma desemberdag, væru ánægðir með sitt hlutskipti, að vera nú að liefja ferð sína með Jressu skipi. Þeirra á meðal voru pílagrímarnir 57 frá Notre- Dame de Salut, er lutu forystu klerksins Pére Lechart. Þeir voru á leið til Betle- hem til þess að fagna jólahátíðinni á hin- um helga stað. Nú voru þeir harla glaðir að vera komnir á skipsfjöl og geta látið fara vei um sig. Pílagrímarnir voru oftastnær fjölmennir á Champollion, er af þeim sökum var oft kallað pílagrímaskipið. Herra Boucher fór til káetu sinnar, sem aðrir farþegar, og honum til mikillar undr- unar komst hann að raun um, að gamall kunningi, er hann að vísu hafði ekki séð árum saman, bjó í næstu káetu. Þeir höfðu kynnzt á leið frá Port Said til Singapore. Þeir bjuggu Jrá í sama klefa og urðu góð- ir vinir. Herra Leffont, sem einnig var mikið gefinn fyrir ferðalög, kallaði sjálfan sig í gamni heimsflakkarann með afborgun. Hann var ákaflega viðkunnanlegur ferða- félagi. Einn eiginleiki var sérstaklega á- berandi í fari hans. Þrátt fyrir 45 ára ald- ur var hann enn næstum gagntekinn af fróðleiksfýsn. Honum var svo að segja ekkert óviðkomandi. Hvar sem hann komst í kynni við sérfræðing á einhverju sviði, sleppti hann ekki taki á honum fyrr en hann hafði frætt hann um sína sérgrein svo sem bezt varð á kosið. Og meira en Jiað, hann rakti úr honum garnirnar unz hann hafði veitt upp úr honum öll hans helgustu leyndarmál. Það var þá ekki heldur að sökum að spyrja, er hann sá herra Boucher og hafði heilsað lionurn, tók hann að spyrja hann spjörunum úr. Hann lét sér bá ekki nægja að spyrja um starf hans, heldur vék hann brát't að því efni, er flestum Frökkum var ákaflega hugstætt: Súezskurðinum. Eins og kunnugt er, var það franski vræðismaðurinn í Kairo, Fernand de Less- eps, er á sínum tíma sá um framkvæmdir þessa mannvirkis, er varð miðdepill heims- viðskiptanna og brennipunktur heims- stjórnmálanna, }>ar sem kom á daginn, að þjóðir og stjórnmálamenn urðu á öndverð- um meiði. Áður en við víkjum að samtali ferðafé- laganna tveggja skulum við fletta upp í sögunni og segja í örfáum dráttum þróun- arsögu Súezskurðarins. Segja má, að forsaga Súesskurðarins hefjist í grárri forneskju. Sagnir greina svo frá, að fyrir hér um bil 3350 árum hafi verið byrjað að grafa fyrsta skurðinn milli Miðjarðarhafsins og Rauða-hafsins, að skipan epypska faraóans Sesostris. Þá hefðu Egyptar getað hafið siglingar frá Rauðahafinu. Fram að þeim

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.