Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 29
Nýtt S. O. S. 29 um. Hann gat ekki reist höfuð frá borð- unum, sem hann lá á. Þegar hann loks leit í kringum sig, gaf hann frá sér lága stunu og gróf andlit í höndum sér. Hann grét sáran. Látna konan, sem þá lá á bátnum, var konan hans. Litlu síðar bar lík í björgunarbelti hjá. Ehrhardt lyfti því til hálfs upp úr sjónum, ef ske kynni að hann þekkti líkið. Og svo var. Og klefafélagi hans við hliðina á hon- um þekkti líkið líka. Það var faðir hans. Báturinn, sem Ehrhardt var á, var far- inn að þyngjast ískyggilega mikið. Von- leysið, sem að þeim settist, varð engu minna við það, að þau sáu lítinn gufubát sigla rétt hjá þeim, en halda för sinni á- fram. En ekki leið á löngu áður en röð reykjastróka sást út við sjóndeildarhring- inn og færðist óðum nær. Loks kom skip, sem Ehrhardt hélt, að væri tundurspillir, í kallfæri og spurði, hvort ekki væri allt í lagi hjá þeim. „Jú,“ svaraði Ehrhardt. Skipið, hjálparskipið Indian Prince, hét því að koma aftur síðar og taka þá. Oliver Bernhard lyfti einnig dauðri konu upp í sinn bát. Ásamt nokkrum þjónum, kyndurum og aðstoðarmönnum í kyndirúmi lagðist hann á árar. Hann kom auga á konuandlit, grænt eins og hafið, sem bar fram hjá bátnum. Þeir drógu hana upp í bátinn og studdu höfði hennar að hnjánum á honum. Hann hristi höfuðið, því að hann vissi. að of seint var að reyna að lífga hana. Froðan lá um munnvik henni, og hún starði stirðum augum út í loftið. Oliver reyndi eftir megni að hjálpa til við róðurinn. Þeir komu nú auga á fiski- skip upp við ströndina, seglskip, sem lá í byrleysu. Á leiðinni að skipinu tóku þeir tvo báta og fleka í tog. Það var eins og járnbrautarlest færi með snigilshraða yfir hafið. Erfitt var um róður með allan þennan þunga aftan í. En livorki leiksviðsstjórinn né nokkur annar gat haft á móti því — þeir voru að bjarga 150 mönnum. Og all- an tímann ómaði „Dónárvalsinn" í huga Bernards. Elisabeth Duckworth var of önnum kaf- in til að biðjast fyrir. Skömmu eftir að björgunarbáturinn, sem hún var í, lagði frá sökkvandi skipinu, tók hún eftir manni nokkrum, sem barðist um í sjón- um, og spurði foringjann, sem hafði á hendi stjórnina í bátnum: „Getum við ekki hjálpað honum?“ „Nei,“ svaraði hann. „Jú, við getum það víst,“ hreytti hún út úr sér aftur á móti. Að þessu sinni horfði foringinn lengi á vefarann frá Taftville, virti fyrir sér kinnbeinin og kjálkana og skipaði ræður- um að stöðva róðurinn. Það var erfitt verk að ná manninum upp, en með sam- eiginlegum átökum tókst þeim að draga hann upp í bátinn. Lífbáturinn hennar stefndi strax' á Queenstown. Þrátt fyrir þungfermi náði hann mestum hraða allra lífbátanna. Froðu rákin f kjölfarinu sýndi hraðann. Frú Duckworth réri einnig, ekki síður en aðrir. Þau réru ekki alla leið til Queenstown, en fyrst allra hittu þau fyrsta skipið í „putaflotanum", The Peel 12, frá Glas- gow, sama togarann og Lauriat og ýmsir aðrir stefnudu á. Fiskimennirnir hristu höfuðin, alvöruþrungnir og hátíðlegir, en vantrúaðir, er sjóhraktir, illa klæddir skip- brotsmenn klifruðu yfir öldustokk skips- ins. Elisabeth var ekki fyrr komin um borð

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.