Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 23
Nýct S. O. S. 23 legasta svæðinu suður a£ Beirut-vitanum, en þar eru grunnbrotin hættulegust. Á Champollion ruku menn upp til handa og fóta, er heyrðist hrópað: „Bát- ur kemur!“ Allra augu beindust í þá átt, er báturinn Iiafði sézt, í fyrstu eins og lít- ill svartur depill skoppandi á öldunum og hvarf þess á milli. En þó hann hyrfi sjón- um öðru hvoru kom hann í sjónmál að nýju, færðist nær og stækkaði. Með þraut- seigju og áræði sigruðu bræðumir og kom- ust stöðugt nær flakinu. „Blachér!" kallaði skipstjórinn til fyrsta stýrimanns. „Látið beztu menn okkar dreifa sér meðfram borðstokknum. Látið alla stíga út og skiptið farþegunum í hópa. Konur og börn fyrst. Allir hjálpi til að koma farþegunum frá borði!“ Áhöfnin undirbjó allt, er gera þurfti í snarkasti. Farþegarnir létu skipta sér í smáhópa möglunarlaust. Enginn tróð sér fram fyrir annan. Konur og börn fyrst, það var boðorðið, er þeir héldu í heiðri. í mikilli æsingu störðu þeir á lóðsbát- inn, bjargvætt þeirra í miklum háska. Nú voru aðeins fimmtíu metrar milli báts og skips. Mundi Radwan heppnast- að koma bát sínum til hlés við flakið? Sú spurn brann á allra vörum. Svo virtist snöggvast, að lóðsbáturinn mundi brotna við síðu skipsflaksins. En með öruggum handtökum beindi Rad- van bátnum frá og renndi svo meðfram skipinu á hléborða unz Mahmud náði taug, er maður hafði kastað til hans og bátnum var lagt að. Nú var tekið til hendinni. Nokkrir há- setar fóru niður í bátinn til að taka á móti fólkinu. Sextíu og fjórir menn fóru í bátinn. Svo margt fólk hafði hann víst aldrei flutt fyrr. Hásetar ýttu frá en fóru svo upp í flakið aftur. Svo hófst ferðin í land, sem harla tvísýnt var hvernig takast mundi. Þeir, sem eftir voru í flakinu horfðu á eftir þessum fífldjörfu hafnsögumönnum milli vonar og ótta. Skyldi þeim virkilega heppnast að ná heilum í höfn? Undir því var björgun þeirra sjálfra komin. Hve langur tími mundi líða unz bátur- inn næði höfn og gæti byrjað næstu ferð? Slíkum og þvílíkum spurningum var ekki hægt að svara að sinni. í bækistöð hafnsögumannanna var fylgzt með ferðum bátsins allan tímann. Þá er tilkynnt var, að báturinn hefði komizt alla leið að flakinu og væri á heimleið með skipbrotsmennina innanborðs, kallaði sá yngsti þeirra Balpajy-bræðra frændur sína á sinn fund. „Við verðum að hætta á að fara út. Við getum ekki verið þekktir fyrir, að Radwan standi einn í þessu með bróður sfnum. En við höfum ekki nema litla vélbátinn. Á honum getum við ekki farið sömu leið og bræðurnir. En e£ við1 getum farið út

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.