Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 5
Nýtt S. O. S. 5 tMinnismerki Lesseps við mynni Súez-skurðar. tíma gátu þeir ekki byggt sér nægilegan skipastól vegna þess, að þá skorti trjávið. Ekki verður sagt með neinni vissu, hve- nær skurðurinn varð fullbúinn og hve lengi hann var við líði. Aldirnar sléttu yfir spor þessa minnvirkis, foksandur eyði- merkurinnar jafnaði um hann. Næst gerðist það, að Necho II., kon- ungur í Egyptalandi (660 f. K.) réðst í að láta grafa skurð frá Bubatis við Níl til Patumos. Sú framkvæmd kostaði líf 120 þúsund þræla og var aldrei lokið til fulls, því þar kom, að konungur þóttist sjá fyr- ir, að hún yrði vondum mönnum helzt að gagni, þ. e. Fönikumönnum. Dareios konungur, sem réði ríkjum ár- in 48G—521 f. Krist, lét fullgera verkið. Þegar Júlíus Cesar (48 f. K.) komst til valda og tók sér fyrir drottningu Kleó- pötru, er fræg varð í sögunni, var skurð- urinn orðinn ónothæfur að mestu vegna foksands, er fyilti hann á köflum. Seinna er getið um skurðinn á stjórnar- árum Amnis Ágústusar. Annars höfðu Arabar mestan hug á að halda þessari leið opinni. Omar kalífi, er lagði grundvöllinn að heimsríkinu arabíska á sínum tíma og lagði undir sig Sýrland, Palestínu og Norð- ur Afríku, lét grafa skurðinn upp að nýju frá Kairó til Rauða-hafsins. Var sú sam- gönguleið síðan notuð til komflutninga. En hundrað árum síðar varð verkið epn ónýtt. Náttúran, eyðimörkin og sólin, vann á þessu mikla mannvirki. Stormam- ir sléttu yfir skurðinn. I þúsund ár var það óskadraumur manna, að notfæra sér þessa leið. Á 16. og 17. öld voru Venezíumenn komnir á fremsta hlunn með að grafa skurðinn upp. Súezeiðið er 120 km. langt og fengist þarna opin leið milli Asíu og Afríku var auðsætt, að viðskipti Rómverja og Egypta hefðu blómgazt vel. Árið 1671 vék þýzki heimspekingurinn Leibnitz að því, hver nauðsyn væri að opna þessa leið. Það var í minningarriti um Lúðvík XIV, sólkonunginn. En ekk- ert skeði í málinu langa hríð. Napóleon Bónaparte hafði mikinn áhuga fyrir því, að láta grafa gegnum Súezeiðið, eftir að bann fór með her sinn til Egyptalands ár- ið 1798. Fól hann verkfræðingnum Lépére að gera áætlun um verkið. Árangurinn af verki Lepére varð ann- ar en til var ætlazt. Hann komst nefni- lega að þeirri röngu niðurstöðu, að yfir- borð Rauða-hafsins væri 9,9 metmm hærra en Miðjarðarhafsins. Til þess að skurður kæmi að gagni yrði því að gera flóðgátt- ir, en til þess var engin aðstaða á þeim tíma. Brezkur liðsforingi fann þessa villu í útreikningum Frakkans hérumbil 50 ámm síðar. Þá komust áætlanir um framkvæmd

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.