Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 9
Nýtt S. O. S. 9 leiða mig að nokkrum þessum verðmiklu pappírum." „Langt um þýðingarmeira en gróðinn af hlutabréfunum er þó sú staðreynd, að með Súezskurðinum hefur verið opnuð siglingaleið milli Evrópu og Austurlanda. Það er ekki að ófyrirsynju, að þessi orð standa á legsteini Lesseps í Port Said: „Operiere Terram Gentibus — Að opna þjóðunum heiminn.“ „Það er víst ekki ofmælt, að hafnarborg- ir eins og Singapore, Shanghai, Hong Kong, Yokohama, Oden og borgirnar á strönd Austur-Afríku eigi þessari sjóleið velmegun sína að þakka. 1937 fóru 6600 skip um skurðinn. Hins- vegar hefur siglingum um Panamaskurð- inn aðeins fjölgað lítið eitt, að undan- skildum styrjaldarárunum. Annars er það svo, að hefði flutningur á jarðolíu frá Persíu ekki komið til sögunnar, mundi siglingum um Súezskurð ekki hafa fjölgað neitt sem heitir fram yfir Panamaskurð- inn.“ „En nú er skurðurinn víðast hvar ekki nema 50 metra breiður, hvernig má þá vera, að stóru tankskipin geti farið allra sinna ferða um hann?“ „Nú hefur verið leyfð einstefnuferð um skurðinn á vissum tímum. Það skeður því sjaldan, að skip mætist. Því er ekki að neita, að þessi háttur er til nokkurs óhag- ræðis. Skipum, sem ætla að fara um skurð- inn er stefnt saman við báða enda hans tvisvar á degi hverjum, í Port Said við Miðjarðarhaf og Súez við Rauðahaf. Ferð- um er þá liagað þannig, að á hverjum sól- arhring sigla skip fjórum sinnum um skurðinn. Útkoman verður þvi sú, að vegna þessa skipalestafyrirkomulags og takmörkunar á hraða, tekur ferðin um skurðinn einar 14 klukkustundir. Burtfarartími skipanna er svo miðaður við það, að þau mætist hjá Bittersee, sem er eini staðurinn, sem hefur nóg svigrúm til þess að skipalestirnar geti farið fram hjá hvor annarri. „En ef nú skyldi svo fara, að siglingar um skurðinn stöðvuðust, og þá kemur mér fyrst í hug árekstur tveggja skipa, mundi þá öll umferð stöðvast?“ „Já, því miður. En svo er guði fyrir að þakka, að enn sem komið er hefur enginn meiriháttar skipskaði orðið í sjálfum skurð- inum. Það er hinsvegar auðvelt að stöðva siglingar um skurðinn, t. d. ef pólitískur ágreiningur kæmi upp milli ríkja. En við vonum, að til þess komi ekki.“ „Já, maður vonar það. En þessi brjálaða heimspólitík síðustu ára gerir mann svart- sýnan. Það mætti segja mér, að Súez yrði oft á dagskrá í heimsblöðunum. En þá er illa farið, ef byssurnar verða látnar jafna ágreininginn. Þá er úti um friðinn í heim- inum.“ Þetta átti þó eftir að koma á daginn, því 5. nóvember 1956 hófu brezkar og franskar fallhlífahersveitir Súez-árásina, að undanorengnum miklum loftárásum á Egyptaland. Þann sama dag var um 50 skipum sökkt í skurðinum. * í stóra borðsalnum með egypzku há- myndunum, bleikum lömpum og grænum leðurstólum, jvar sem þjónar í hvítum jökkum gengu um beina, höfðu farþegar fyrsta farrýmis safnazt saman til borð- halds. Félagarnir í klefa nr. 14 völdu sér sæti á afviknum stað.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.