Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 18
18 Nýtt S. O. S. var vonlausari svo að segja með hverju augnabLiki. Allt í einu — það mun liafa verið að stundu liðinni frá því hin misheppnaða tilraun var gerð — buldi ægilegur brot- sjór á flakinu, það brast og brakaði í skip- inu öllu. Því fylgdi feikna hávaði, gler splundraðist, rúður brotnuðu og plank- ar þeyttust upp í loft miðskips. Og þá — farþegarnir sáu það sér til mikillar skelfingar ---- myndaðist sprunga bak við reykháfinn, sprunga, er náði yfir þvert Jiilfarið og reif það upp. Þetta var engu líkara en jarðskjálfta, er jörðin opnast. Það myndáðist gapandi sprunga í skipsflakinu. Fyrst í stað var sprungan bara fáeinir sentimetrar, en með hverri sekúndu breikkaði sprungan um nokkra sentimetra. Skipið klofnaði í tvennt. Ofboðsleg hræðsla greip farþegana. Þá kvað við rödd úr brúnni f hátalara skipsins: ,,Rýmið afturþilfarið þegar í stað. All- ir faiþegar og áhöfn færi sig fram á skip- ið. Áhöfnin veiti aðstoð! Gjörði svo vel að vera róleg!“ Svo óviðbúnir sem menn voru Jiessum atburði, jafnskjótt hófust J>eir handa. Há- setar létu hendur standa fram úr erm- um. Þeir leiddu konur og börn yfir þessa uggvænlegu gjá. Þetta var auðveldast fyrst í stað. Enn sem komið var, var sprungan ekki nema metersbreið. En ekki leið á löngu unz hún breikkaði um helming. Með hugrekki örvilnunarinnar lilupu menn yfir þessa gapandi gjá. Jafnvel ald- urhnignir menn og veikburða hlupu sem ungir væru. Menn komust allir fram á. Fölir af ótta horfðu þeir til baka. Með braki og brestum skildust skipshlutarnir að. Skipið var glatað, hliðarhallinn var orð- inn 40 gráður og nú var að falla að. Farþegarnir liöfðu nú aðeins einn þurr- an stað að hverfa að; það var borðsalur- inn bakborðsmegin. Yfir tvö hundruð manns, konur og börn og karlmenn, þjöpp- iiðu sér J>ar saman, sumt af fólkinu lítt klæðum búið, allir í sundvestum, skjálf- andi og svangir. Nú var hvergi hlýju að fá og ekkert til að borða, nema það litla, er áhöfninni tókst að skrapa saman. Far- J>egaíbúðir og vistageymsla voru allar í sjó. í barnum voru nokkrar vínflöskur og gos- drykkir, einnig lítið eitt af ávöxtum og smákökum. F.itthvað lítilsháttar náðist af mjólkurdósum. Ekkert var annað mat- fanga um borð. En þó var verst af öllti, að ekki var dropa drykkjarvatns að fá. Þrátt fyrir þetta var fólkið ráðið í, að gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það stóð þarna í þéttum hnapp, ýmist biðj- andi, grátandi, kjarklaust eða hughreyst- andi, en allir helkaldir og þráðu stund björgunarinnar. Líðanin var ömurleg þarna á skáhöllu skipinu. Við hvert rið skall fólkið saman, það ríghélt sér hvert i annað. í þessum eymdarinnar dvalarstað eru tvær mannverur, sem hjúfra sig hvor að annarri: Greifafrú de Grailly og herra Je- an Leffont. Þessi stæriláta Parísarhefðar- frú var nú titrandi skar, sem var þakklát fyrir þá örlitlu hlýju, sem líkami herra Leffont veitti henni. Fyrir fáum dögum hafði hann hrifizt af glæsileik greifafrúar- innar, en nú var hún hjálparvana vesaling- ur, sem hann vildi gjarnan hlúa að meðan hann var þess megnugur. Sá Jijóðfélags- legi stigmunur, er áður aðskildi þau, var nú er alvara dauðans blasti við, algerlega Jnirrkaður út. Skipsmenn veittu alla þá hjálp, er þeir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.