Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 22
22 Nýtt S. O. S.
var á heimleið frá Indónesíu, lenti í Bei-
rut og stjórnaði sjálfur þessum aðgerðum.
Nú var meiri heppni með flugmönnun-
um. Sex matarpokar féllu niður á þilfarið.
Sjíöundi pokinn féll niður í gjána, er hafði
opnazt milli skipspartanna. En það tókst
líka að ná þeim ípoka, enda þótt það væri
livergi nærri hættulaust.
Yfirmenn skipsins útdeildu nú brauði,
sykri, mjólkurdufti, súkkulaði og ávöxt-
um til farþeganna.
Hver maður fékk sinn skammt. Fyrst
börn og mæður, og þá aðrir farþegar. Tveir
pokar voru geymdir í brúnni til úthlut-
unar síðar.
Isnum var úthlutað í smástykkjum í stað
vatns. Þá var sárasta þorstanum svalað. Nú
áttu farþegar ekki að líða af hungri og
þorsta næstu klukkustundirnar.
En hvernig mundi verða um björgun-
ina?
í þrjátíu klukkustundir samfleytt hafði
skipstjórinn, aðrir yfirmenn og áhöfn gert
allt, sem í þeirra valdi stóð til að bjarga
farþegunum og jafnlensi höfðu spurning-
arnar dunið á þessum aðilum hvenær þeim
yrði bjargað, hventer þeir gætu losnað af
þessu skelfilega skipi. Enginn gat svarað
þeim spurningum, ekki heldur Bourde
skipstjóri. Þessi hávaxni og samanrekni
maður stóð eins og klettur úr hafinu á
skáhöllu þilfarinu, veitti tilkynningum
móttöku og gaf skipanir, horfði öðru hvoru
hvasst út á sjóinn, eins og hann vænti
björgunar þaðan.
Stórt dráttarskip frá ísrael, með hvers-
konar nýtízku hjálpartækjum, var búið að
liggja alllengi í námunda við flakið. En
það fékk heldur ekkert aðhafzt vegna
veðurhæðarinnar. Það var ógerlegt að kom-
ast að Champollion á kulborða og skipið
risti of djúpt til þess, að hægt væri að
komast nær því á hléborða.
Allir voru boðnir og búnir að rétta
hjálparhönd, en voru allar bjargir bann-
aðar.
Allt í einu hrökk skipstjórinn upp frá
hugsunum sínum, er maður einn hrópaði
hástöfum:
„Bátur framundan!"
Bourde skipstjóri og allir aðrir í brúnni
litu í þá átt, er maðurinn benti.
Sjónaukar voru teknir upp.
Það var ekki um að villast, þar var bát-
ur á ferð.
„Lóðsbáturinn, herra skipstjóri!“ sagði
Reynier, einn stýrimannanna.
Þar fór lóðsbáturinn með Radwan Bal-
pay yfirhafnsögumann frá Beirut, ásamt
bróður hans, Mahmud. Heilan dag höfðu
þeir beðið átekta, því það hefði verið
hreint og beint sjálfsmorð að fara þangað
sem Champollion lá á hliðinni. En nú
fannst þeim bræðrum, að ekki væri hægt
að hika lengur þótt hafrótið héldist hið
sama og brottför úr höfn væri stórhættuleg.
Er sú freen barst yfirhafnsögumannin-
um, að allar björgunartilraunir hefðu
reynzt árangurslausar, og búast mætti við,
að þessum úthafsrisa mundi hvolfa þá og
þegar, komst ekki nema ein hugsun að í
huga þeirra bræðra: Að bjarga fólkinu
af Champollion.
Um morguninn gerðu þeir allar nauð-
synlegar undirbúningsráðstafanir og hald-
ið var úr höfn að þeim loknum. En fyrsta
tilraun þeirra misheppnaðist. Minnstu
munaði, að báturinn færist fyrir utan hafn-
armynnið. Með herkjubrögðum tókst
þessum dugmiklu sjómönnum að ná höfn.
Eftir nokkurt hlé lögðu þeir upp í ann-
að sinn. í þetta sinn sigruðu þeir bræður
í tvísýnu einvígi við brotsjóina. Þeir voru
komnir heilu og höldnu fram hjá hættu-