Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 12
12 Nýtt S. O. S. skipinu færu að bæra á sér, er vaktaskipti fóru fram á stjórnpalli. Nýja vaktin tók á móti skipuninni um að vekja skipstjórann um leið og vitaljós sæist á ströndum Bairut. „Eg hygg, að hann komi í sjónmál eft- ir svo sem hálftíma," sagði sá, sem fór af vakt. „Góða vakt!“ Brátt ríkti ró að nýju í hálfdimmri brúnni. En jafnt og þétt skullu sjóirnir á þilfarinu og sælöðrið skvettist upp um stjórnpallinn. Regnið buldi á rúðunum og stormurinn livein og söng í köðlum og brúarvæng. Stýrimaðurinn og hásetinn í brúnni störðu þegjandi út í koldimma nóttina. Hásetinn við stýrið horfði þó stöðugt á kompásinn álútur og óræður á svip. Skyndilega er þögnin rofin. „Ljós framundan fjögur strik á stjórn- lx)rða!“ Stýrimaðurinn greip sjónaukann. Hann horfði lengi á það og taldi bilin milli bloss- anna. Það lýsti eina sekúndu af hverjum þrem. Það var engum efa bundið, að þetta \ar Beirutvitinn. „Vekið skipstjórann!“ kallaði stýrimað- ur. Eftir tæpar tíu mínútur var skipstjóri kominn á stjórnpall. Hann tók sjónauk- ann og fullvissaði sig um, hvort áður gerð athugun væri rétt. Þetta gat svo sem verið siglingaljós á skipi og ljósið horfið með nokkumveginn reglulegu millibili vegna öldugangsins. En það var ekki um að villast, þetta var vitaljós. Þá var stefnan rétt. Raunar sást vitinn fyrr, en við var búizt. Hins vegar var það ekki að undra, vegna hins sterka meðvinds. Stýrimaður leit á klukkuna og skrifaði í skipsdagbókina: „044 kl. 07: Sáum vitann i Beirut í 12° skipsmiðun. O4 kl. 19: Ný steftia NW 34°" * Tveir menn þrömmuðu móti stonnin- um niður að höfninni í Beirut. Fyrir að- eins hálfri klukkustund sváfu þeir fast og draumlaust. í dögun voru þeir kallaðir til skyldustarfa. Um kl. 6 um morguninn hafði Champollion tilkynnt komu sína. Nú var það hlutverk þeirra að koma hon- um í höfn heilu og höldnu. Um kl. 5 stigu þeir um borð í vélbát- inn. Á meðan Mahmud Balpajy fór undir þiljur og ræsti vélina, fór Radwan í hlífð- arfötin sín. Hann var sá eldri þeirra fé- laga og yfirhafnsögumaður í Beirut. Það gat hæglega orðið slarksöm ferð í dag. Stormurinn sfóð beint á innsiglinguna. Báturinn mundi fara öllu meira neðansjáv- ar en ofan. En þeir bræður voru hvergi smeykir. Þeir voru alvanir að fara út, hvernig sem viðraði. Og ekki kom það oft fyrir, að þeir leggðu ekki að skipshlið vegna þess, að illt væri í sjóinn. Þá renndi léttbáturinn meðfram skipshliðinni og Radwan snaraðist upp stigann, en Mah- mud lagði frá hið skjótasta. Það mundi sennilega ekki verða neinn barnaleikur að leggja að Champollion í veðrinu því ama. Bræðurnir héldu af stað heldur tíman- lega til þess að vera komnir út nógu snemma. Það var enginn gamanleikur fyr- ir farþegaskip að liggja lengi með stöðv- aða vél í þessum sjógangi, og bíða hafn- sögumannsins.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.