Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 10
io Nýtt S. O. S. „Lítið á þennan virðulega herra þarna við skipstjóraborðið, herra Leffont,“ sagði Boucher við kunningja sinn. Það er herra Riesco fyrrverandi utanríkisráðherra frá Cliile. Frúin, sem situr við hlið hans, er konan hans.“ „Töfrandi kona og töfrandi kjóll!“ sam- jiykkti Leffont. „Auðvitað frá Dior.“ „Og konan í svarta flauelskjólnum með hvíta kragann, við borðið hægra megin við okkur, er de Grailly greifafrú, þekkt kona í samkvæmislífi Parísarborgar." „Leiðinlegt, að ég skuli ekki vera greifi eða af iðnaðaraðlinum,“ svaraði Leffont og brosti. „Það væri freistandi að kynnast frúnni.“ Hann grunaði ekki jrá, að hann mundi brátt hljóta þá ánægju og við all óvenju- legar kringumstæður. Þá höfðu aðall og peningar harla lítið gildi, heldur hugrekki og snarræði. Þá spurði hann: „Og hver mundi hann vera, herrann þarna með mikla hárið?“ „Kunnur málari, er mér sagt. Hann heitir Charles Langdonharris og er af amerískum og frönskum ættum. Konan, sem situr andspænis honum ferðast f um- boði hollenzku stjórnarinnar til Bagdad. Hún virðist í meira lagi hrifin af de Chambord, er hefur líka fullan hug á að koma sér í mjúkinn hjá henni. Hann virð- ist vera mikill heimsmaður og uppskafn- ingslegur með afbrigðum. „Þér virðist vita alla skapaða hluti um farþegana, eins og væruð þér sjálfur bryt- inn eða jafnvel skipstjórinn,“ mælti Leff- ont háðslega. „Það er nú hrein tilviljun. Eg hitti einn yfirmann skipsins áðan. Eg hef jrekkt hann lengi, og sérgrein hans er að vita allt um alla, sem ferðast með þessu skipi." „Þá ætti hann að geta sagt okkur, hvern- ig ferðin muni ganga.“ „Auðvitað — og spá hans er allt annað en góð. Við hreppum storm og munum vökna í fæturna. Mælirinn hefur fallið jafnt og þétt síðustu klukkustundirnar.“ „Þá er vel, að ég tók mér far með Champollion. Eg ætlaði í fyrstu að fara með öðru minna skipi af því það var ódýr- ara. En svo féll ég frá því. Að vetrinum er hyggilegra að ferðast með stóru skipi. Og svo er ég alltaf sjóveikur." Loftvogin féll mjög, en veðrið liélzt samt gott alla leiðina til Messínasunds. Það var ekki fyrr en skipið lét úr höfn í Sikiley og tók stefnu á Alexandríu, að veðurspáin rættist. Þá gerði mikinn storm, er olli því, að margir farþeganna urðu ær- ið grámózkulegir í andliti. Jafnt og jrétt fækkaði auðu stólunum í borðsalnum og færi og færri létu sjá sig á skemmtiþilfar- inu. Bænahald föður Lechats og Betlehems- faranna bar heldur ekki árangur gegn sjó- veikinni. Pílagrímarnir hans stundu und- an „svipu guðs“, en hann sjálfur gekk um hnakkakertur og gerði sér gott af þeirri gnægð fínna rétta, er fram voru bornir. Þetta var nú áttunda skiptið, sem hann var fararstjóri pílagrímanna til landsins helga. Farþegar sáu strendur Alexandríu sex stundum síðar en áætlað var. Þá kvaddi herra Boucher klefafélaga sinn. Champoll- ion kom ekki við í Port Said. Hann varð því að fara af skipinu í Alexandríu og ferðast með lest síðasta áfangann, en Leff- ont ætlaði með skipinu alla leiðina til Beirut. Margir farþeganna fóru í land í Alex- andríu og aðrir komu í þeirra stað. Þá voru allir pílagrímarnir eftir á skip-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.