Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 27
Nýtt S. O. S. o « ** / fólkið ffam að'sjó, er því bárust fréttirnar. Á Old Head of Kinsale hópaðist fólkið saman allt niður að sjónum við Brearn Rock — og beið og beið, horfði á björg- unarskipin skunda á vettvang. Ræðismaður Bandaríkjanna í Queens- town, Wesley Frost, fékk fregnir af atburð- inum, þar sem hann sat á skrifstofu sinni á 3. hæð, fyrir ofan ölkrá í Queenstown. Hann náði þega'r sambandi við umboðs- mann Cunard-línunnar í borginni. Hann gerði þegar ráðstafanir til að útvega gisti- herbergi, útvegaði sjálfboðaliða til hjúkr- unarstarfa, sendi orð til Lundúna, gerði læknum aðvart, ennfremur hjúkrunarlið- inu á Konunglega sjúkrahúsinu og bað útfararstjórann vera viðbúinn. Frost, ræð- ismaður, sá fyrstu skipin í flota „Put- lendinga“ sigla fram lijá borginni, er hann hóf að gera sínar ráðstafanir. Hann hugs- aði mikið um það, hvað William Jennings Bryan mundi segja um þetta. Úti á sjónum voru björgunarbátarnir óðum að fyllast. Einn hafði innanborðs 34 menn og konur, og ennþá var fólk hundruðum saman í sjónum. Sérhver spýta, sem hélzt á floti var umsetin. Jafnt dauðir sem deyjandi héldu dauðahaldi í það, sem til liafði náðst. Það var skelfi- legt að sjá fólkið berjast fyrir lífinu. Tvívegis kvað við hróp: „Björgunarskip- in eru að koma.“ Rita Jolivet hélt, að nú væri þjáningum hennar og allra annarra að verða lokið, en að því urðu henni sár vonbrigði. Hún taldi sig hafa séð bát eða hluta af báti nálgast, en hverfa svo á ný. Hún ályktaði, að það hefði verið kafbát- ur, sem hefði komið upp, en kafað á ný. Aðrir héldu þetta líka. Fáeinir sóru og sárt við lögðu, að þeir hefðu séð stjórn- turninn. í örvæntingu sinni fullyrtu sum- ir, að Þjóðverjarnir hefðu skotið af þilfars- fallbyssunni og einnig skorið í sundur kaðla, sem héldu saman ýmsu því, sem fólkið hélt sér við. Hvað sem um þetta var, ritaði Schwi- eger, höfuðsforingi, einmitt á þessari stundu í dagbók sína um borð í U-20: „Fer niður á n metra og skyggnist um. í fjarska fyrir afían eru nokkrir lífbátar á reki. Ekkert sést af Lusitaniu. Flakið hlýtur að liggja undan Old Flead of Kin- sale-vitanum, /4 mílur frá landi, á 90 metra dýþi, 358 gráður (i stefnu á vit- ann), 27 milur frá Queenstown 51022,26, 8°92’ v. Ströndin og vitinn sjást greini- lega." Hood aðmíráll, sem var um borð í flagg- skipinu Juno, var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að skipa A. K. Macrorie, skipherra, að snúa aftur til Queenstown. Hann hafði fengið skeyti frá Kinsale- merkjastöðinni, að Lusitania væri sokkin. Það virtist ekki framar þörf á aðstoð þeirra. Hin björgunarskipin mundu taka upp þá, sem enn voru lífs. Katerina, grískt strandferðaskip, sem hafði heyrt neyðarmerkin, hélt ferðinni á- fram ásamt „putlendingaflotanum" og nokkrum öðrum stærri skipum, svo sem Etonian, Narragansett og City of Exeter. Fjöldi hjálparbáta hafði einnig breytt breytt stefnu á Old Head of Kinsale. Margir, sem þeir vonuðu að geta bjarg- að, voru enn í sjónum án minnstu hlífar. Einn þeirra, Matt Freemann, sem enn var hálfringlaður eftir að hafa rekizt á bát, háði baráttu upp á líf og dauða við fimm aðra menn, sem leituðust við að ná taki á litlum kassa. Rétt áður en hann fann kassann, hafði maður nokkur, sem var óður af hræðslu fært hann í kaf. En íþróttamaðurinn var orðinn dasaður af því að halda sér uppi.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.