Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 32
Nýtt S. O. S. ekki langt frá sér. Þetta reyndist vera ein af stóru kistunum, sem lífbeltin voru geymd í uppi á þilfari. Hann klifraði upp í hann og varð furðu lostinn, er hann sá konu eina sitja ofan í kassanum í sjó upp í mitti. „Kemst ég líka fyrir hérna?“ spurði hann. Þau tvö sátu þarna hlið við hlið, köld og blaut, þar til þau bar upp að hlið- inni á Stormcock. Holbourn tók eftir því, að enginn eld- ur var í eldstónni í hásetaklefanum á drátt- arbátnum. Fyrirlesaranum fannst þetta enn eitt dæmi um fávísi. „í guðs bænum kveikið upp,“ sagði hann við skipstjórann. „Fólk er að deyja úr hmgnabólgu." Eldur var kveiktur. En Holbourn var með allan hugann við þá, sem bjargazt höfðu. „í landi bíða kvíðafullir ættingjar og vinir og vilja fá fréttir," sagði hann við skipstjórann. En þetta hafði engin áhrif á hann. Lady Mackworth var tekin npp um diinmumótin. Var hún fyrst dregin upp i árabát, en síðan flutt um borð í gufubát- inn Bluebell. Hún hafði bjargazt á hlut, sem var ennþá veigaminni en lífbeltakass- inn — körfustól, sem hafði vaggað með hana meðvitundarlausa. Hann hélt henni nógu vel uppi til þess, að hún sást í dvín- andi birtunni. Hún var dregin um borð ásamt nokkrum líkum. „Eg lrugsa, að þessi kona sé með lífs- marki,“ sagði undirforingi nokkur, er þeir lyftu henni upp á þilfarið á Bluebell. „Þú ættir að reyna að lífga hana.“ Þegar hún vaknaði var komið myrkur. Hún lá á þilfarinu, vafin innan í teppi. Að öðru leyti var engin spjör á henni. Þegar hún raknaði við sér, kom sjómað- ur til hennar, horfði á hana og sagði: „Nú er það að lagast.“ Hann kom nokkrum sinnum og endur- tók ávallt það sama. Hún var farin að hafa gaman af þessu. Loks kom hann ineð bolla af heitu tei, og við það hresstist hún mikið. Nú mundi hún það, sem skeð hafði. í rauninni var ekkert sérstakt að henni, þótt hún skylfi ákaflega og tennurnar glömruðu í munn- inum á henni. Hún fann til mikils sárs- auka í bakinu, og kenndi hún það gigt- inni. Nú stakk sjómaðurinn upp á því, að hún kæmi niður í hlýjuna. „Við skildum þig eftir hér uppi fyrst um sinn, af því að við héldum, að þú værir dauð og fannst ekki taka því að draga þig niður í káetu.“ Hann hugsaði með hryllingi til þess að hjálpa henni niður káetustigann. „Það þurfti þrjá menn til að ná þér upp . . .“ Lady Mackworth hélt, að hún gæti geng- ið, reyndi það, en fann, að hún þurfti þrjá menn sér til hjálpar. Sá þriðji strauk að þessu sinni rennvott hárið frá andlit- inu. Hún settist á bekk skipstjórans, þar sem nýlega hafði losnað sæti. Brátt fór hitinn og birtan í káetunni að svífa á hana og litla hópinn, og ánægj- an yfir þvf að hafa komizt lífs af. Þau töluðu saman og hlógu, þar til sjómaður nokkur kom og spurði, hvort þau hefðu misst nokkurn, þegar skipið sökk. Þessi spurning kom eins og reiðarslag. Hún minnti hana á, að hún vissi ekkert um af- drif föður síns. Kona nokkur, sem hafði hlegið og gert að gamni sínu, áleit nú, að eiginmaður hennar hefði drukknað. „Hann var það eina, sem ég átti í heiminum," sagði hún. Síðar kom hún auga á Turner, skip- herra. Hann sat úti í horni í káetunni,

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.