Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 20
20 Nytt. S. ö. S.
Eftir betra veðri? Eftir hjálp frá öðrum
skipum? Frá landi? Allt virtist vonlaust.
Allt, sem hugsanlegt var hafði þegar ver-
ið reynt.
Eftir var aðeins ein veik von: Þegar sjó-
inn lægði mundu koma bátar úr landi og
hefja björgun.
En sú von virtist ekki ætla að rætast.
Stormurinn var enn hamslaus og hafrótið
að sama skapi. Það var engu líkara en höf-
uðskepnurnar mundu engu eira fyrr en
þetta vesæla flak væri mulið niður í hafið.
Farþegarnir voru hörmulega á sig komn-
ir, þar sem þeir húktu í borðsalnum, öðr-
um meein. En einn var sá meðal farþega,
er reyndi að miðla öðrum huggun og von:
Faðir Pére Lechart. Mennirnir, er krupu
að fótum hans voru ekki lengur pílagrím-
ar, farþegar, ferðamenn, heldur þjakaðir
menn, slegnir clauðans angist. Örlög þeirra
voru í hendi guðs.
Faðir Lechart talaði til fólksins hárri
röddu. Hún yfirgnæfði þungar drunur
brotsjóanna, stunur þeirra sjúku og hung-
urvein barnanna.
„Á stund neyðarinnar hefur vor almátt-
ugi guð breitt sinn náðarfaðm móti oss,
ef við aumir menn höfum snúið okkur til
hans. Látum oss því biðjal — í nafni föð-
ur og sonar ..."
Hópur trúaðra, örvilnaðra sálna drúpti
höfði og spennti greipar: „Faðir, verði
þinn vilji . . .“
*
Hin lengsta og hörmulegasta nótt líður
líka eins og aðrar nætur. Þegar dagur rann
23. desember 1952, lágu báðir skipshlutar
Champollion enn á rifinu. En útliti þessa
hart leikna flaks er vart hægt að lýsa.
Borðstokkurinn stjórnborðsmegin lá í sjó.
Allar rúður í gluggum brotnar þeim meg-
in. Brotsjóirnir höfðu brotið og bramlað
það sem brotnað gat á hallandi þilfarinu.
Hvarvetna blöstu við rústir og eyðilegg-
ing.
Á bakborðssíðu, er reis hátt og uggvæn-
lega upp úr sjónum, höfðust við tvö hundr-
uð manns, aumkvunarlega á sig komnir og
biðu langjjráðrar björgunar.
Um nóttina hafði brezka beitisnekkj-
an „Kenya“ komið í námunda við hið
strandaða skip. „Kenya“ lá fyrir akker-
um í 3000 metra fjarlægð frá strandstaðn-
um og gat ekkert aðhafzt annað en hella
olíu í sjóinn, ef verða mætti til þess að
draga úr afli brotsjóanna. Skipið risti svo
djúpt, að það rnátti ekki koma nær Champ
ollion. Franska flutningaskipið „Lyrie“
var komið á vettvang, en fékk ekkert að
gert. Hafrótið var enn of mikið til Jress,
að tiltækilegt væri að skjóta út báti. Þeim
hefði hvolft um leið og þeir snertu sjóinn.
Á ströndinni var nú aftur orðið mann-
margt. Hjálparlið reiðubúið — en ekkert
hægt að gera fyrir skipbrotsmennina á
Champollion, því enn geisaði sama of-
viðrið.
Þessi vonlausa aðstaða varð til þess, að
hugdjörfustu mennirnir um borð í Cham-
pollion tóku frumkvæðið í sínar hendur.
Þeir báðu föður Lechart að tilkynna skip-
stjóranum, að þeir væru reiðubúnir að
stökkva frá borði og reyna að ná landi á
sundi. Þetta var að þeirra dómi einasta
leiðin til bjargar.
Bourde skipstjóri hikaði. Var honum
leyfilegt að leggja farþega skipsins í slíka
lífshættu? Það var harla ótrúlegt að nokk-
ur maður slyppi lífs á land í slíku ofsa-
brimi. En nú var líka meiri hætta en
nokkru sinni fyrr á því, að skipinu hvolfdi.
Þá voru allir ofurseldir dauðanum.