Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 16
á, sem rétt var, var það, að lega skipsins
var mjög viðsjárverð. Skipstjórnarmenn
voru mjög áhyggjufullir. Allir sjómenn
vita að skip, sein strandar á grynningum
er í mikilli hættu, jafnvel þó svo virðist
ekki í fljótu bragði. Aðstaðan var i sann-
leika sagt mjög slæm. Leki kom að skipinu
á mörgum stöðum, er það tók niðri. Þeir,
sem í vélasál unnu, urðu að hörfa hið
skjótasta eftir að eldar höfðu verið skar-
aðir út úr kötlunum.
Hin skyndilega dauðakyrrð í vélasal var
válegur fyrirboði. Þá fóru í hönd dauða-
stundir þessa glæsilega farþegaskips. Skip-
ið seig meira og meira á hliðina vegna
vaxandi leka. Er rafmagnsvélarnar stöðv-
uðust slokknuðu öll ljós á skipinu. Hér
og þar lýstu neyðarljós dauflega.
Sjórinn, sem stöðugt en hægt streymdi
inn í skipið og vaxandi hliðarhalli, var
engan veginn einasta hættan. Þar sem fast-
ur botn var ekki nema undir nokkrum
hluta skipsins var hætt við, að það þyldi
ekki átök brimsins til lengdar, heldur lið-
aðist sundur, brotnaði í tvennt.
Úr því sem komið var, var allt undir
því komið, að storminn lægði bráðlega.
Þegar fyrsti stýrimaður sagði fólkinu, að
veðurútlit færi batnandi, var hann ein-
ungis að friða það í svipinn. Þvert á móti
var það svo, áð loftvogin féll stöðugt og
síðasta veðurspáin var allt annað en góð.
Yfirmenn skipsins gerðu þegar ýmsar
ráðstafanir. Þeir treystu því ekki, að hjálp
gæti komið úr landi. Skipstjórinn lét ekki
nægja að láta senda út neyðarköll og taka
á móti svörum nálægra skipa. Létt brezk
beitisnekkja „Kenya“ lét úr höfn í Port
Said og einnig franska flutningaskipið
,,Syrie“. Skipin tilkynntu komu sína og
buðu fram aðstoð. En þau gátu enga að-
stoð veitt Champollion, af þeirri einföldu
ástæðu, að ekki var unnt að komast nógu
nálægt strandaða skipinu.
Nei, skipsmenn urðu sjálfir að ná sam-
bandi við land til þess að koma farþegun-
um frá borði, eftir að fyrsta tilraunin úr
landi hafði misheppnazt.
Línubyssa var liöfð til taks og skyldi
skjóta streng í land. Þrjár tilraunir voru
gerðar, en stormurinn gerði það að verk-
um, að línan féll í sjóinn miðja vegu
milli skips og lands.
Það varð því að finna aðra leið til þess
að ná sambandi við land. En hvaða leið?
Bourde skipstjóri ráðgaðist um málið við
fyrsta stýrimann og yfirvélstjórann. Þeim
kom saman um, að aðeins einn kostur
væri fyrir hendi og þó allt annað en góð-
ur. Hann var sá, að manna bát, er færi
frá skipinu með dráttartaug í land.
Ekki var viðlit að koma börgunarbát-
um út og láta flytja farþegana í land með
þeim hætti.
Fyrsti stýrimaður kvaddi alla þilfarsá-
höfnina á sinn fund.
„Eg þarf að fá sex sjálfboðaliða til þess
að manna bát og koma streng í land,“ á-
varpaði hann um sextíu sjómenn, er stóðu
í lmapp kringum hann.
í sama bili voru allar hendur á lofti.
Ekki einn einasti hikaði við að leggja líf
sitt í liættu til þess að reyna að bjarga
farþegunum.
Blachére varð að velja. Hann valdi úr
hópnum sex dugmikla sjómenn. Hann
miðaði val sitt við það, að mennirnir
ættu ekki fyrir fjölskyldum að sjá. Hann
vissi vel, að þetta var harla tvísýnt tiltæki,
og raunar litlar horfur á, að takast mætti
að komast í land. >
Áhöfnin skyldi nú í snatri gera sjóklár-
an minsta léttbátinn um borð og freista