Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 5
aði Brooker. Hann er ljóshærður brezkur ævin- týramaður, fullur af starfslöngun og áræði. — „Awa Maru“ tilheyrir hvorki Japönum né Kín- verjúm. Ef á að tala um eignarétt yfir farmin- um, þá tilheyrir hann þúsundunum, sem hon- um var stolið frá og sem Japanir myrtu . . . og þá höfum við enga möguleika til að finna. Eg blæs bara á Japani og Kínverja. Hitt er annað mál, að það verður ekkert létt verk að komast niður að „Awa Maru“, jafnvel þótt við nú finn- um, hvar skipið liggur. Það liggur á 90 til 100 metra dýpi, ef trúa á kortum brezka sjóhersins. Það er sem sé mikil áhætta í sambandi við fyrir- tækið. Þess vegna vil ég leggja til, að það sem við komum til með að ná upp úr flakinu, ger- um við að sameign og skiptum til helminga, ef við náum engu, greiði ég yður 50 dollara á dag fyrir þann tíma, sem þér vinnið að þessu. og r,o dollara á viku svo lengi sem leiðangurinn varir. Meira leyfir fjárhagur minn því miður ekki. Eg tók við tilboðinu. Það kom sér vel fyrir mig á þessu augnabliki. Eg beið eftir samningi um starf við Nýju-Guineu. Þar var einnig japanskt gullskip — en það starf gat ég ekki haf- ið fyrr en eftir nokkra mánuði. Þess vegna hent- aði það mér prýðilega nú að leita eftir „Awa Maru“. Það var betra en að flækjast um í Hongkong aðgerðalaus. Dauða skipið. Eg uppgötvaði, að ég var kominn niður á 53 metra, og ég hélt áfram að sökkva, jafnhliða því, sem þeir gáfu línuna út uppi í bátnum. Á leið minni niður í djúpið, hafði ég ekki séð lifandi kvikindi — ekki einu sinni sjöstirni eða marglittu. Sennilega var það ve.gna þess, hve straumurinn var mikill þarna, en hann varð ég strax var við og ég kom niður fyrir yfirborð ið. Hann lá að landi — að strönd Formósu, ég álykta að straumhraðinn hafi verið minnst 2 mílur. Straumurinn var nógu sterkur til þess, að beina alltaf fótum mínum í átt til lands, en annars hamlaði hann mér ekkert sem hét. Það, sem gerði mig dálítið órólegan var, að ég hafði fengið mikinn hjartslátt. Eg var ekki vanur að fá slíkt, og það gat verið hættulegt. Eg talaði nú í annað skipti eftir að ég lagði af stað í talsímatækið, sem kornið var fyrir í hjálm- inum, rétt við munninn á mér: — Halló, Bill, hvernig gengur það hjá ykkur þarna uppi? Rödd Brookers svaraði: — Það er byrjað svolítið að vinda, en hafið er gjörsamiega autt, hér er ekkert að sjá. Þú hefur ekki enn orðið neitt var við skipið, er það? — Ekki séð svo mikið sem skugga af því, svar- aði ég, en á næsta augnabliki leiðrétti ég sjálf- an mig: — }ú, ég held nú bara að ég sjái það! Eg starði niður í myrkan sjóinn, og kveikti á sterka kastljósinu ofan á hjálminum. Ljós- keilan skar sig gegnum sjóinn, og hún blindaði mig til að byrja með, en smátt og smátt, þegar augun fóru að venjast ljósinu, sá ég dálítið fram fyrir mig — og nokkrum metrum fyrir neðan mig — sá ég móta fyrir stóru flutninga- skipi. — Jú, hérna er einmitt skip, alveg dautt, til- kynnti ég í símannn. — Hvað heldur þú, að ég sé kominn djúpt? — Um það bil sextíu metra, heyrði ég, að Brooker svaraði. — Heldurðu, að það sé „Awa Maru", sem þú sérð? — Eg veit það ekki. Haltu áham við að gefa hægt eftir á línunni og láttu bátinn fara nokkra metra áfram, en hægt. Mundu, að ég er mjög djúpt niðri. Eg lendi á þilfarinu. Eg fann, hvernig línan dró mig hægt áfrani, og jafnframt hélt ég áfram að sökkva dýpra. Loks fann ég, að fótur minn kom við eitthvað, og þegar ég leit niður, kom í ljós, að ég hafði komið við eitt siglutré skipsins. Skipið stóð á kili og lagðist á aðra síðuna með um 35 gráða halla. Mér virtist það vera brotið í sundur nálægt miðju, en ég var nú ekki alveg viss um það strax. Eg kom niður á hall- andi þilfarið, og tilkynnti Brooker, að ég væri kominn um borð. — Haltu línunni dálítið strekktri og gefðu NÝTT SOS ---------------- 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.