Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 34
þriðja ári styrjaldarinnar, hefnr blaðið að vísu snúizt við, Japanir hafa ekki lengur frumkvæð- ið í loftinu og ekki heldur yfirburði á hafinu og sumum vígstöðvum sínum á landi liafa þeir tapað. Styrjöldin við þá, sem þið hafið flestir tekið þátt í allan tímann, hefur enn sem kom- ið er einkum beinzt að því, að hrekja þá úr þeim vígstöðvum, sem þeir höfðu náð á sitt vald. Heima í Washington eru menn þeirrar skoðunar, að nú sé tími til kominn, að taka japönsku heimaeyjarnar með tangarsókn, ef svo mætti segja. Þetta verður þó ekki og get- ur ekki orðið höfuðverkefni okkar, sem stjóm- um aðgerðum venjulegra herskipa. Og þér, yf- irmenn kafbátaflotans, vitið allra manna bezt, að þessar aðgerðir ern nú í fullum gangi. Hver árangurinn verður, veltur fyrst og fremst á kaf- bátunum okkar. Þeirra verkefni er, að einangra japanska herinn á eyjunum frá meginlandinu". Nimitz flotaforingi dró nú með priki sínu hring um japönsku aðaleyjarnar. Og þá langt strik meðfram kínversku ströndinni. „Til þess að ná þessu marki, verðum við að komast inn í japanska hafið.“ Hann lét pripið falla harkalega á hafsvæðið milli Kína og Japans, senr leit út eins og inn- haf á þessu stóra korti. „Já, við verðum að ryðjast inn á Japanshaf. Sennilega verður spurningin um það, hvort okk- ur tekst að reka fleyg milli japönsku eyjanna og meginlandsins, það sem ræður úrslitum í þessari styrjöld. Það lilýtur að ráða miklu um, hversu lengi hún stendur enn og því, hver end- ir hennar verður. Þetta er ástæðan til þess, að ég hef beðið ykkur að koma á minn fund í dag, því hingað til hefur okkur ekki heppnazt þetta. Kafbátar okkar hefja aðgerðir úti fyrir austurströnd Jap- ans og verða þá raunar í vegi fyrir liðsflutning- um frá Japan til eyjanna, sem óvinurinn hefur nú á valdi sínu. F.n þeir verða hinsvegar ekki í vegi fyrir liðsflutningum óvinanna frá megin- landinu til eyjanna. Og nú mun Lockwood flotaforingi kynna fyr- ir yður öll helztu atriði þessarar áætlunar.“ Enn einu sinni spurði Hickok sjálfan sig þeirrar spurningar, hvaða erindi hann ætti hing- að. Þetta sýndist þó vera umræðuefni fyrir kaf- NÝTT SOS bátaforingjana eina, ekkert annað. Voru þetta kannske einhver mistök eða öllu heldur hreinn og klár misskilningur? Það gat samt varla átt sér stað. Að minnsta kosti hefði Arvil Stones, sem nú sat við hlið Nimitz flotaforingja, átt að vita, ef svo hefði verið. Nei, þetta gátu varla verið nristök? Þá var bara spurningin þessi: Hvaða erindi átti hann hingað? Hann varð liálf leiður á þessu öllu, en þó talsvert spenntur, er enn var breitt út kortið á borðið. Að þessu sinni breiddi hann út kort af Japanshafi. Hann tók prikið í Iiönd sér og benti á kortið. Hér var leiðin inn í Japanska-hafið, sem lá þarna eins og risastór pollur. Þarna gat jap- anski flotinn athafnað sig óhindraður, og birgða skipin sigldu örugg um eftir fréttum njósna- skipa og kafbáta. „Bæði Soya-sund í norðri,“ sagði Lockwood aðmíráll, ,, Tsugaru-sundið hérna milli Hokkai- to og Hondo, liafa reynzt ófarandi. Það er bara Tsushima-sundið, sem er eitt eftir sem hugsan- leg leið, en það er yfir hundrað sjómílur á breidd.“ Lockwood gerði hlé á ræðu sinni, og Jam.es Hickok hafði það á tilfinnjnunni, að hann þagnaði til að líta á lrvern og einn þessara kaf- bátaforingja, sem þarna voru staddir, — alvar- legur og áhrifamikill á svipinn. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu,“ hélt aðmírállinn áfram, að við verðum að byrja hér. Við höfum fundið það út fyrir heilu ári! Ýmsir yðar voru við, þegar umræður um þetta fóru þá fram. Við höfum reynt þetta á þessu ári! Við höfunr reynt það dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Árangurinn hefur verið sá, að við höfum misst átján skip. Og það er eiginlega ástæðan til þess að við nú komum hér saman í dag: átján skip, herrar mín- ir, og ekki eitt einasta hefur komizt í gegn. Eftir fréttunr njósnaþjónustu okkar og jap- önskum tilkynningum, lrafa aðeins tvö af þess- unr átján skipunr verið eyðilögð af ofansjávar- hersveitum japanska hersins, öðru þeirra var sökkt af japönskum flugvélum. Yfir endalokum lrinna skipanna, sextán, hvílir fullkomin leynd. Sú leynd má ekki vara áfram, ef við ættlum að framkvæma okkar setta verkefni, þ. e.. ef 34

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.