Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 6
bara svolítið eftir, þegar ég bið þig um það. Allur kvíði og hjartsláttur var nú horfinn, en í staðinn var ég svo spenntur, að slíkt hafði ég ekki upplifað nema aðeins einu sinni áður. Það var, þegar ég á stríðsárunum kom niður að sokknum kafbáti í Norðursjónum. Eg hreyfði mig nú hægt fram eftir skipinu. Það var ekki að sjá, að neitt hefði komið fyrir það. Það leit út eins og það væri tilbúið að leggja aftur af stað í siglingar, aðeins ef það kæmist upp á yfirborðið. Eg hafði ekki hug mynd um, að bæði Japanir og Kínverjar höfðu gert nákvæmar áætlanir um það, hvernig fara skyldi að því að hefja skipið úr hafdjúpunum. Hefði ég vitað það, hefði ég varla verið svo ró- legur, þegar ég smeygði mér út af lunningunni og bað Brooker að gefa mig örlítið lengra nið- ur, svo að ég gæti lesið skipsnafnið á bóginum. Hvítir stafirnir voru næstum útmáiðr, en þó ekki meira en það, að ég gat lesið fjóra þeirra: „Aw . . . Ma . . .“ Eg þreifaði mig fram með skipsinu utan verðu og gat óljóst greint stóran krossinn, sem var málaður á skipið miðskips. Japanir liöfðu merkt gullskipið sem Rauða kross- sjúkrahús skip, svo að því yrði ekki sökkt af bandamönn- um. — Allt í lagi. Þetta er örugglega „Awa Maru“! hrópaði ég inn í símatækið. — Það er ágætt; heyrði ég Brooker lnópa uppi í bátnum . . . Nú fór ég aftur upp í skipið og fikraði mig í átt til brúarinnar og kortaklefans. Þar hafði ekki orðið neinn skaði. Eg dró út skúffur og fann skjöl, sem ég vafði saman og stakk í stóra stálkörfu, sem var spennt um mitti mitt með mjóum stálvír, til að taka á móti því, sem ég kæmi til með að ná hér niðri. Síðan fór ég inn í klefa skipstjórans. Jap- anskar skipasmíðastöðvar eru vanar að byggja öll skip sín með svipaðri innréttingu, svo ég reiknaði út, að ekki myndi erfitt að finna hann. Straumurinn var nú orðinn allmiklu sterk- ari, sennilega af því að fallið hafði breytzt fram með Formósuströnd, sem var skammt undan. Eg lét það engin áhrif á mig liafa. Eg komst inn í klefa, sem ég taldi veta skipstjóraklefann. Hurðin að honum var lokuð, og þegar ég NÝTT SOS ýtti á hana vildi hún ekki opnast. Það var sýni- legt, að annaðhvort var hún l;est: eða slá fyrir henni að innanverðu. Það var ekki hægt að sjá að utan, hvort lykill var í skránni að innan- verðu. Eg reyndi að opna dyrnar með kúbein- inu, sem ég hafði með mér, en það tókst ekki. — Þú verður víst að senda sprengiefni niður til mín, sagði ég við Brooker. — Eg held, að ég liafi fundið klefa skipstjórans, en ég get ekki opnað dyrnar. Þar inni hljóta að vera skjöl, er gefa til kynna, hvað skipið hefur flutt af verð- mætum. — Bíddu andartak, ég sendi það niður. Innan yið sprengdu dyrnar. Eg hygg, að ég hafi beðið í tuttugu mínútur eftir sprengiefninu, sprengiþræði og öðru til- heyrandi, svo að ég gæti haldið áfram starfi mínu. Eg setti hleðslu við læsinguna og sprengdi hana upp. Hurðin rifnaði alveg frá, svo ég gat gengið inn hindrunarlaust. Fyrst lýsti ég vel fyrir mér með kastljósinu. Eg reif skúffurnar út úr skápunum. í þeim voru skjöl, sem ég lét í körfuna. Svo fékk ég á- huga fyrir litlum stálskáp, sem stóð í einu horni klefans. Hann varð ég einnig að sprengja upp. Hurðin fór í tætlur og nokkrar bækur flutu út í kringum mig. Hvað bækurnar innihéldu hef ég ekki hug- mynd urn, því þeim skipti ég mér ekki af, enda voru margar þeirra illa farnar eftir sprenging- una. Eg rétti hendina inn í skápinn, þvi þar stóðu nokkrir pokar í röðum. Þeir voru gerð- ir úr þykkum striga, og lokaðir að ofan með mjóum stálvír. Eg tók einn af pokunum og vóg hann í hendi mér. Pokinn var á stærð við lítinn fótbolta, en virtist ekki minna en fimm til sex kíló á þyngd. Fyrst datt mér í hug, að það væri gull í pok- unum, en ég var svo ætsur, að ég gaf mér ekki mikinn tíma til að velta vöngum yfir því. Eg tók alla pokana og kom þeim fyrir í körf- unni og læsti svo lokinu aftur. Hinum síðasta hélt ég þó eftir í höndunum. Eg opnaði hann með hnífnum mínum . . . og stak höndinni niður í hrúgu af gullpeningum. 6

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.