Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 21
„Eins og þér sjáið, mademoiselle — eða því sem næst. Bara lungun — þér vitið — það var talsvert stór flís. Er ekki alveg í fullkomnu lagi, segir prófessor Cheriffi, en lagast fljót- lega.“ „Já ,áreiðanlega,“ sagði \ralérie og leit vel- þóknunaraugum á þennan háa og granna liðs- foringja. „Það gleður mig alltaf, þegar ég rekst á einhverja af mínum gömlu sjúklingum." „Sjúklinga — hvað segið þér, mademoiselle eins og þér hefðuð ekki gert annað en bara lijúkra mér. — Þér hafið sannarlega bjargað lífi mínu.“ Rödd liðsforingjans varð áköf og hann horfði stöðugt á stúlkuna. „Þér megið ekki gera of lít- ið úr hlutverki yðar.“ Valérie fór dálítið hjá sér. „En kapteinn, það er ekki neitt til að fjasa um.“ „Ha, hvað segið þér? Að ég er enn á lífi — og það er yður einni að þakka? Nei, heyrið þér nú!“ „í öllum guðanna bænum, ég meinti þetta ekki á þann veg. Eg átti við það, að ég vildi ekki gera svo mikið úr minni hlutdeild í þessu; ég vil gjaman hjálpa öllum, ef ég fæ tækifæri til þess.“ „Eg veit það,“ svaraði Dubois lágum rómi, „annars hefðuð þér ekki lagt yður í slíka hættu. En segið mér, hafið þér ekki tíma til að drekka með mér tesopa?“ Valérie horfir sem snöggvast rannsakandi á liðsforingjann. „Allt í lagi, þökk fyrir. En bara stutta stund.“ Þau halda inn í glæsilegt tehús og láta sig falla niður í djúpa stólana. Þjónn af malaja- kyni nálgast hljóðlaust og spyr, hvers þau óski. Jafn hljóðlega kemur hann nokkru síðar og ber fram sterkt og ilmandi te. „Heima drekk ég aldrei te, en hér hef ég van- izt því,“ segir Valérie og dreypir með velþókn- un á drykknum. Dubois leggur teskálina á borðið, hallar sér afturábak í mjúkan stólinn og horfir með at- hygli á stúlkuna. „Hvar eigið þér eiginlega heima, mademio- selle?“ „Eg? — í Strassburg, faðir minn var þar pró- fessor og þann góða mann hefur víst aldrei dreymt um það, að dóttir hans myndi nokkru sinni verða fljúgandi kvenlæknir.“ Hún skellihló, en varð svo aftur alvarleg á svipinn. „Sjáið þér til, kapteinn, ég lít ekki á starf mitt sem atvinnu, heldur sem köllun, og það gerir mér allt léttara fyrir. Það er mér eng- in þvingun, að hjálpa öðrum.“ „Þér eruð dásamleg, mademoiselle André!“ Valérie leit upp og augu Jjeirra mættust, Du- bois greip hönd hennar og kyssti hana. „Það er ekki annað hægt en dást að yður, mademoiselle André, hvort sem maður vill eða ekki, hæverska yðar, mannúð og dugnaður sem skurðlæknir og flugkonu verðskuldar sannarlega fyllstu viðurkenningu." Valérie vill ekki fara meira út í þessa sálma. „Gjörið svo vel að hætta þessu tali, kapteinn, annars verð ég feimin! Eg hef raunar hlotið mikla viðurkenningu, ég fékk þrisvar „Croix de Guerra,“ og ég er riddari heiðursfylkingarinn- ar, en kærust er mér þó sú viðurkenning, þeg- ar hermaður, eins og þér áðan — hittir mig á götu og þekkir mig aftur, þá veit ég, að starf mitt og erfiði er ekki unnið fyrir gýg.“ „Eg þekkti yður strax, mademoiselle, augu yðar eru of falleg til þess að gleymast!” Valérie getur ekki að því gert, að dökkur roði færist yfir andlit hennar, hún verður niðurlút, en spyr: „Hvort meinið þér mig sjálfa eða augu mín?“ Dubois liðsforingi hikar lítið eitt, en svarar loks: „Hvorttveggja, mademoiselle!“ Valérie André skilur varla í sjálfri sér, oftast hafði hún kunnað því vel, að henni væru slegn- ir gullhamrar, en nú? Nú var allt öðruvísi en áður. Á rneðan Du- bois kveikir sér í vindli virðir hún hann fyrir sér í laumi. Hann býður af sér góðan þokka, og hlýjan, sem geislar út frá andliti hans ger- ir hana hálfruglaða í ríminu. „Gættu að þér, Valérie," aðvarar hún sjálfa sig. „Gættu þess, að hjarta þitt verði ósnortið, þessi maður gæti orðið þér hættulegur.“ Dubois virðist fara nær um hugsanir hennar, og meðan liann blæs reykjarstrókunum ákaft til hliðar, segir hann: „Valérie — ég verð að hitta yður aftur. Þegar NÝTT SOS --------------- 21

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.