Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 22
þér björguðuð mér úr dauðans greipum vissi ég, að örlög mín voru ráðin. Gjörið það fyrir mig, að segja ekki nei!“ Valérie Edmée André, eins og hún heitir fullu nafni og liðsforingi að nafnbót, roðnar enn og felur andlitið bak við veskislok sitt. Hún finnur, að augu Dubois hvíla á henni, og hún veit, að hann bíður eftir svari. Hann þegir, vill gefa henni tíma til umhugsunar. * Hún fer að hugsa um það, er fundum henn- ar og þessa manns bar saman í fyrsta sinn. Hún man þetta allt mjög nákvæmlega. Það var í Hanoi, þjakandi molluhiti lá yfir borg- inni. Hún var næstum örmagna af þreytu, því hún hafði starfað að uppskurðum alla nóttina. Enn sér hún fyrir sér andlit prófessors Cheriffi, yfirmanns hennar í sjúkraskýlinu, er hann á- varpaði liana á þessa leið: „Þetta er nú einum of mikið fyrir yður í dag, ungfrú læknir.“ Valérie André hristi höfuðið. „Nei, alls ekki, herra prófessor, þegar um mannslíf er að tefla, þá er vinnutíminn ekki of langur." „Gott, þér eruð dugleg stúlka.“ Prófessorinn gráhærði ýtti gleraugunum upp á ennið og hélt áfram: Ef þér einn góðan veðurdag yfirbugizt af of- þreytu, hverjum bjargar það, mér er spurn? Ekki mér, ekki yður og ekki heldur þeim, sem særðir eru. Já, ef ekki væru þessar bölvaðar flugferðir inn á milli þá léti ég þetta svona vera. Þér eruð nú bara kona, og það fíngerð kona, nærri brothætt liggur mér við að segja. — Já, hvar endar þetta? Og nú skipa ég yður, sem yfirmaður yðar, að hætta þegar í stað og koma ekki aftur fyrr en um hádegi á morgun, hafið þér skilið mig?“ „Já, herra prófessor, en . . .“ „Hér verður ekkert en,“ svaraði læknirinn ákveðnum rómi, gengur að hurðinni og opnar hana, en spyr svo: „Hvaða EN áttuð þér annars við?“ „Eg verð að líta eftir koptanum mínum, læknir." „Koptanum? Það er hægt að gera á morgun/ 22 --------- NÝTT SOS Augnaráð yfirlæknisins varð skipandi, næst- um ógnandi: „Nýjan kopta getum við fengið, ef þess ger- ist þörf, en ef þér, Valérie, fallið frá, fæ ég engan aðstoðarlækni." Svo bætti hann við lág- um rómi: „Gerið það nú orðalaust, að hvíla yður. Trúið gömlum manni, senr vill yður vel, þér þurfið nauðsynlega að fá hvíld. — Og nú ekki meira um það.“ Og hurðin féll að stöfum. Andartak stendur Valérie kyrr í miðju herberginu, en svo ákveð- ur hún að hlíta ráði yfirnranns síns, fer að hátta og fellur í fastan og draumlausan svefn. * Yfirlæknirinn vinnur að sjúkraskýrslum sín- um langt fram eftir nóttu. Bjart ljósið frá borð- lampanunr lýsir upp vinnuborðið, en í herberg- inu sjálfu er lrálfrokkið. Læknirinn strauk enn- ið þreytulega. „Það er víst tínri til kominn, að ég fari líka að lrvíla mig,“ hugsaði hann og lrrökk við, en þá er allt í einu barið harkalega að dyrum. Læknirinn ýtir blöðunum til hliðar og kallar: „Kom inn!“ Undirforingi kenrur inn og heilsar: „Afsakið, að ég trufla yður um miðja nótt, lrerra prófessor, en ég var að koma frá höfuð- stöðvunum rétt í þessu. Svo er nrál með vexti, að herstöð hundrað kílómetra í norðvestur frá Hanoi, herstöð númer ellefu, er innikróuð. Yf- irmaðurinn í þessari herstöð, Dubois liðsfor- ingi, hefur fengið skot í lungað og er mjög þungt haldinn. Aðrir sjö lrermenn eru þarna meira og minna særðir. Þeir í aðalbækistöðv- unum biðja yður nú að sækja Dubois og hina, sem særðir eru, og flytja þá á burt þaðan.“ Læknirinn reis á fætur og kveikti ljósið í herberginu. Hann leit á manninn og hristi höf- uðið: „Og Valérie André ætti þá að fljúga ein þessa hundrað kílómetra leið yfir óvinasvæði? — Nei, þessari beiðni yfirforingjans verð ég því miður að neita, ég get ekki, þó ég væri allur af vilja gerður, fómað bezta aðstoðarlækni mínum. Það væri engum til gagns.“ Undirforinginn var við þessu búinn: „Það hefur líka verið hugsað fyrir þessu, herra prófessor; orrustuflugvélar verða látnar

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.