Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 33
— Það er ekki gott að vita, svaraði Allan kuldalega. — Ef hún deyr, eruð þér orðinn morðingi. Og sönnunin fyrir glæp yðar er fal- in þarna í kassanum . . . Hann gerði bendingu með höfðinu til kassans með myndavélinni. — Eg bað hana ekkert um að koma með mér, sagði Edward. — Það var hún, sem bað og betl- aði um að fara hingað. Hún er búin að nauða á þessu meira en ár. — Hvað hafði hún að vilja út að þessu flaki? spurði Allan, án þess að taka augun af nábleiku andliti stúlkunnar. Það var að koma roði í kinnarnar. Varirnar voru nú ekki eins bláar. — Skrifa um það, býst ég við, sagði Edward. — Hún er blaðamaður. Hún er dugleg. Hún skrifar eins vel og ég ljósmynda. Eg býst við, að hún hafi hugsað sér að fá góða sögu út af þessu flaki ... — Það er ekkert um það að segja, annað en það, sem stóð í blöðunum, þegar slysið skeðil Allan lyfti höfði stúlkunnar upp. Augu henn- ar voru enn lokuð, en titringur var í augnalok- unum. — Hún vonaði, að það væri eitthvað meira — einhver skýring, sagði Edward og yppti öxlum. — Sjáið þér til — hún var konan hans! Allan tók ekki eftir því að Edwvard hvarf brott af þilfarinu. Hann vissi ekki einu sinni, að Edward Berg gekk nú í fyrsta skipti í mörg ár nokkur skref í þágu annai-s manns. Hann gekk niður í káetuna til þess að ná í koníaks- flösku handa þeim tveimur, sem voru uppi á þilfarinu, sem gegn vilja sínum höfðu leikið aðalhlutverkið í beztu kvikmynd hans til þessa. Allan sat og hélt utanum stúlkuna. Hennar vegna hafði liann látið tvær manneskjur sigla út í dauðann. Hann vissi, að hún hafði í fjögur ár lifað í sama helvítinu og hann síðastliðin 13 ár. Hann leit á fölt andlitið og hjarta hans fyllt- ist samúð og viðkvæmni. — Eg talaði við þau, kvöldið áður en þau dóu, sagði hann. Hún hreyfði höfuðið örlítið, en opnaði ekki augun. Hann vissi, að hún heyrði til hans. — Stúlkan átti að giftast japönskum hershöfð- ingja. Gömlum manni. Hún elskaði hann ekki. Hjarta hennar tilheyrði ungum perluveiðmanni Leynivopn Japana Framhald frá síðasta hefti. Jim Hiskcok fylgdist vel með, er einn und- irmanna tók upp stórt kort af Kyrrahafssvæð- inu og rúllaði því sundur, en Nimitz flotafor- ingi greip prik, auðsýnilega til þess, að sýna viðstöddum vissa staði. Sá gamli sjálfur bjóst til að sýna þeim eitthvað, og það gerði allt ennþá leyndardómsfyllra. „Herrar mínir,“ hóf hann máls þessi þrek- vaxni maður, tæpra sextíu ára gamall, grár fyr- ir hærum, með svip, sem lýsti óbugandi vilja- festu. „Eg þarf ekki að lýsa með mörgum orð- um aðstöðunni hér á Kyrrahafinu. Núna, á á einni hinna eyjanna. Þessi ungi, ljóshærði fréttamaður fékk áhuga fyrir málum þeirra og reyndi að hjálpa þeim. Kannski hugsaði hann til sinnar eigin ástar . . . hann lofaðist til að sigla stúlkunni burt frá eyjunum . . . stríð milli fjölskyldu stúlkunnar og fjölskyldu perluveiði- mannsins yrði óhugnanlegt hér á eyjunum . . . Hann talaði hratt og vonaði, að hún mundi í því ástandi sem hún var,- taka sögu hans trú- anlega. Ef hún fengist til að trúa henni nú, myndi hún aldrei síðarmeir efast. Nú var hug- ur hennar einmitt móttækilegur — einmitt nú þarfnaðist hann þeirrar lækningar, sem hann reyndi að rétta henni í umbúðum lyginnar. Hún lá lengi í faðmi hans, án þess að hreyfa: sig. Hún brosti veiklulega. Það var í fyrsta skipti, sem hann sá hana brosa. — Þér hafið bjargað lífi mínu, sagði hún loks og leit á hann. Hann kinkaði kolli og vissi að það var satt. En hugsaði ekki til kolkrabb- ans í því sambandi. — Bara að ég gæti endurgoldið það, sagði hún stillilega. Það var einlægni í rödd hennar, og hann þrýsti henni örlítið þéttar að sér. Hún veitti enga mótspyrnu. Hún snéri höfðinu örlít- ið og leit á hann. Varir hennar voru mjög nærri hálsi hans. — En það get ég þó! hvíslaði hún full undr- unar. Og það var satt! ENDIR. NÝTT SOS 33

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.