Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 23
fylgja ungfrúnni og veita henni nauðsynlega vernd.“ „Talið um þetta við André sjálfa, ég mun gera boð fyrir hana.“ Læknirinn gekk að borðinu og þrýsti á hnapp. Eftir örstutta stund birtist hjúkrunarkona í gættinni. „Gjörið svo vel að vekja ungfrú André! Biðj- ið hana að koma hingað inn til mín!“ „Já, herra prófessor!“ Cheriffi tók sér sæti í hægindastólnum og bauð undirforingjanum einnig sæti. Þannig sátu þeir þegjandi andspænis hvoi öðrum. Þegar Valérie André gekk inn í herbergið um það bil fimm mínútum síðar, risu þeir báð ir á fætur. „Afsakið þér, mademoiselle, að ég læt trufla svefnró yðar, en hér er staddur liðsforingi, sem vill ræða við yður .að beiðni yfirforingjans." Valérie horfir á liðsforingjann undrandi á svipinn. „Gjörið svo vel, herra minn, hvers óskið þér?“ Maðurinn hneigði sig lítillega. „Herstöð númer 11, norðvestur af Hanoi, er innikróuð. — Þarna eru menn í lífshættu. Við þurfum nauðsynlega á hjálp yðar að halda; þess er óskað, að þér fljúgið þangað undir vernd orrustuflugvéla.“ „Eg fer, gjörið svo vel að bíða fimm mínút- ur, þá verð ég ferðbúin.“ Hún er komin aftur eftir þrjár mínútur. Hún er klædd dökkbláum síðum buxum frönskum flugjakka með þremur gylltum rönd um, sem sýna liðsforingjatign hennar, og alpa- húfu ber hún á höfði. „Komið þér, liðsforingi," segir hún, en yf- irlækninn kveður hún með handabandi. „Við sjáumst á morgun, prófessor." Yfirlæknirinn aldurhnigni hneigir sig djúpt en mælir ekki orð af vörum. Þau stíga inn í jeppa og undirforinginn ek- ur hratt um stræti borgarinnar til aðalstöðv- anna. Gamall ofursti tók á móti þeim. „Vitið þér, André, um hvað er að ræða?“ „Já, ég veit það.“ „Gott og vel, ég læt þá aka yður út á flugvöll- inn. Orrustuflugvélar bíða þar komu yðar. Gangi yður vel, Capitaine André!" * Vélbyssuskothríðin dynur á víggirðingunni. Óvinirnir eru fullir bræði yfir því, hve her- mennirnir í þessari herstöð berjast hraustlega. Dubois höfuðsmaður liggur á börum í timb- urkofa. Andardrátturinn er slitróttur, og í hvert sinn, sem brjóst hans hnígur, kemur blóð- straumur fram úr munninum. Schwarz majór var hjá Dubois og gerði það, sem í hans valdi stóð, til að lina þjáningar hans. „Hafið þér miklar kvalir, kapteinn?" Særði maðurinn hristi höfuðið. „Við höfum beðið um hjálp, kapteinn. Það’ getur ekki orðið langt þangað til læknirinn kemur. Þér hafið heyrt getið um fljúgandi kven- lækninn, er það ekki?“ Særði maðurinn kinkaði lítillega kolli. Úti jókst skothríðin að mun. „Farðu út,“ mætli höfuðsmaðurinn veikri röddu. Þeir verða að halda velli — við fáum liðsstyrk — verið Congier liðsforingja til aðstoð- ar — hann er ungur og reynslulítill." „Gott, ég sendi einhvern til þess að vera hjá yður, kapteinn." Þarna liggja líka aðrir hermenn, sem hafa særzt í hinum hörðu bardögum að undanförnu. Þeir harka af sér, bíta á jaxlinn og horfa á for- ingja sinn. „Við verðum sóttir, félagar. Við erum ekkí yfirgefnir, okkar menn eru á leiðinni." * Schwarz majór gekk við hlið unga liðsfor- ingjans. „Sjáið þér, foringi, þarna kveikja helvítin eld til þess að eiga auðveldara með að sjá okkur.“ „Já, en hvað getum við gert við því, majór?“ „Ekkert,“ svaraði Schwarz. „Bara að bíða, en ef þeir hefja áhlaup, þá verða þeir sjálfir að hlaupa í bjarmanum af eldinum, og þá sjáum við líka betur.“ „Auðvitað, en ég hafði nú ekki hugsað út f það, Schwarz." Rödd unga foringjans titraði NÝTT SOS 23

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.