Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 12
Wasp í ameríska flotanum. Sjómenn eru hjá- trúarfullir. Hinn stutti, en raunar glæsilegi fer- ill þessara tveggja skipa, og ömurleg endalok þeirra, urðu til þess, að menn fengu ótrú á nafninu og það varð til þess, að þriðja skipinu með sarna nafni var ekki hleypt a£ stokkunum um sinn. En nú — á okkar margumtöluðu tuttugustu öld — á hjátrúin engan tilverurétt lengur, eða svo segja okkur sjómenn nútímans, að þeir séu lausir við slíkar grillur. En eru þeir allir og alltaf lausir við gömlu sjómannahjátrúna? * Þá er ameríski sjóherinn hugði á byggingu síns sjötta flugvélamóðurskips, voru erfiðir tím- ar í Bandaríkjunum, enda fór heimurinn ekki varhluta af því. Það var því ærið erfitt að fá samþykki þjóðþingsins fyrir smíði fleiri flug- vélamóðurskipa. Slíkt fyrirtæki kostaði geysifé og framlögin til sjóhersins höfðu verið minnk uð allverulega. Andstæðingar þessarar fyrirætlunar — og þeir voru tiltölulega margir — héldu því fram, að með smíði flugvélamóðurskipanna fimm væri komið meira en nóg af svo góðu#). Loks tókst samt að fá samþykki fyrir bygg- ingu eins flugvélamóðurskips í viðbót. Raunar átti það ekki að vera eins stórt og ,,Yorktown“ og „Enterprise", sem voru 25.500 tonn, heldur af sömu stærð og „Ranger“, sem var 14.500 tonn að stærð. Skipasmiðirnir urðu sem sagt að taka til fyrir- myndar hinar gömlu teikningar af Ranger. Hinsvegar reyndu þeir að koma fram með ýms- ar nýjar hugmyndir og umbætur, meðal ann- ars vildu þeir, að þetta nýja skip yrði hrað- skreiðara og betur vígbúið en hin skipin. Loks kom þar, að Betlehem Steel Corporati- on í Quincy í Massachusett lagði kjölinn 1. apríl 1936. Var þá hafin smíði sjötta flugvéla- #) Fyrir voru i flotanum þessi flugvéla móðurskip: „Saratoga“ og „Lexington“ (smíða ár beggja 1925), „Ranger“ (smiðaár 1933), þá „Yorktown" og „Enterprise“ (bœði frá árinu 1936). Auk þeirra var svo „Langley“, sem var orðið gersamlega úrelt. 12 --------- NÝTT SOS móðurskipsins í Bandaríkjaflotanum. Svo liðu nærri þrjú ár unz skipið hljóp af stokkunum. Það hlaut nafnið „Wasp“ (Býflug- an), eftir fyrstu tveirn Wasp-skipunum, sem gátu sér svo góðan orðstí. Mikill mannfagnaður var, þá er skipið var sjósett. Liðsforingjar og óbreyttir sjóliðar komu til hátíðarinnar í viðhafnarbúningi. Auk þeirra voru allmargir boðsgestir viðstaddir, aðallega konur og unnustur áhafnarmanna. Þegar hátíðin stóð sem hæst, var sem himn- arnir opnuðust. Annað eins skýfall hafði ekki steypst yfir Boston í manna minnum, yfir liöfn- ina, skipasmíðastöð og menn. Eftir örfáar mín- útur voru allir þátttakendurnir í hátíðinni gegnblautir frá hvirfli til ilja. Eftir rúmt ár var flugvélamóðurskipið tekið í notkun undir stjórn John M. Reeves skip- herra. Það er varla ofsagt, að styrjaldarástand hafi ríkt í Evrópu um hálfs árs skeið. Hernám Dan- merkur og Noregs sýndi bandamönnum það svart á livítu, að þeir mundu aldrei vinna stríð- ið, ef þeir settust um kyrrt bak við víggirðing- ar sínar og biðti uppgjafar Þjóðverja eins og i9l8- Wasp hóf nú reynslu- og æfingaferðir undir stjórn M. Reeves skipherra. Er þessháttar und- irbúningur óhjákvæmilegur, því fyrr en þeim æfingum er lokið, er skipið ekki talið fært til atlögu gegn óvinunum. Skipherrann er miðaldra maður, lágur vexti, en mjög harður í horn að taka. Hann var þekkt- ur fyrir að hafa allt í röð og reglu og hann krafðist skilyrðislaust hinnar fyllstu nákvæmni. Raunar hataði hann alla skrifstofumyglu, en hann vildi halda í heiðri erfðavenjum flotans; hann tók hart á öllum misgerðum og hinum seku skyldi refsað miskunnarlaust. Einkum og sérílagi krafðist hann mikils af stórskotaliðinu og vélaliði. Hinsvegar lét hann formatriði lönd og leið, en mat að verðleikum það, sem vel var gert að hans áliti. Hann fór sínar eigin leiðir við æfingarnar, enda gengu þær að óskum og enginn skipti sér af háttum hans. Styrjöldin í Evrópu, sem teygði anga sína lengra og lengra út á Atlantshafið, kollvarpaði

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.