Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 14

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 14
10 Þ J Ó Ð I N Spurningú þessari veröur ekki svarað nema á einn veg. Vegna stofnunar og starfs málafundafél. „Þórs“, félags sjálfstæðisverkam., Iiefir tekizt að sannfæra meirihluta hafnfirzkra verkamanna um h'eil- indi sjálfstæðismanna í hagsmuna- haráttu verkamannanna. Það er því í sjálfu sér ekki nema eðlilegt, að löngun sé hjá mörgum til að kynnast þessu félagi, er slíkt stórvirki hefir unnið, og mun því verða leitazt við í þessum lín- um að rekja sögu félagsins í aðal- atriðum og lýsa þeim aðstæðum, er skapað hafa þróun þess og starf. Málfundafél. „Þór“ er stofnað 15. janúar 1939, af 18 verkamönnum. Það var ekki stór hópur, er þarna hóf starf sitt, og því ekki líklegur til stórræða. En það sannaðist hér rækilega liinri gamli, kunni málsháttur: Mjór er mikils vísir. Þessir 18 stofnendur liófu þegar þróttmikið og öflugt starf og tókst á skömnuun tíma að margfalda meðlimatölu félagsins. Örðugleikar þeir, er Þór hafði við að etja í fyrstu, voru afarmikl- ir, og einna helztur þeirra sá, er skapaðist af þekkingar- og áhuga- leysi sjálfstæðisverkamanna á fé- lagsmálum varkalýðsfélaganna. Vegna afskiptaleysis Sjálfstæðisfl. af verkalýðsmálum og sökum kúg- unar þeirrar og óréttar, er sjálfstæð- isverkamenn voru beittir af jafn- aðarmönnum, hafði áhugi þeirra fyrir verkalýðssamtökunum dreg- izt saman eða minnkað, svo að sjálf- stæðisverkamennirnir urðu óvirkari og sóttu ver fundi en aðrir meðlim- ir verkamannafél. Sem afleiðing þessa stóðu sjálfstæðisverkamenn ver að vígi en andstæðingar þeirra, þegar baráttan liófst á milli „Þórs“ og þeirra manna, er vildu viðhalda kúguninni og ójöfnuðinum innan stéttarsamtakanna. Til að lagfæra þennan afstöðu- mun, eða breyta lionrim, hagaði „Þór“ þannig félagsstarfi sínu, að á félagsfundum var rætt um hags- munamál verkamanna og fundar- störfin þannig rekin, að félagsmenn fengu þar nauðsynlega fræðslu og þekkingu, sem varð svo þess vald- andi, að Þórsmenn gátu á verka- lýðsfundum tekið þátt í umræðum, og ég held, að það sé ýkjulaus stað- liæfing, þó sagt sé, að á því sviði stóðu sjálfstæðisverkamennirnir sig ekki ver en andstæðingar þeirra. Að tillilutan „Þórs“ voru á verka- mannafélagsfundum hornar fram tillögur, er fóru fram á ýmsar um- hætur á kjörum verkamanna. Hugs- un sú og sá skilningur, er fólst á bak við þessar tillögur, hafa vafa- laust orðið til þess að vekja trú verkamanna á starfi félagsins. En ])að, sem öðru fremur hefir orðið lil þess að skapa vöxt og við- gang „Þórs“, var eldskírn sú, er fé- lagið hlaut í gegnum starf sitt i sam- bandi við hina þjóðfrægu Hafnar- fjarðardeilu, er átti sér stað á síð- astliðnum vetri. í þessari deilu tókst sjálfstæðis- verkamönnum að höggva af sér þá hlekki kúgunar og áþjánar, er póli- tískir andstæðingar höfðu reyrt þá í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.