Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 24

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 24
20 b J Ó Ð I N Bjarni Benediktsson: Breyting á Alþýðusambandinu skilyrði einingar í verkalýðssamtökunum. Þegar málfundafélagið Óðinn var stofnað, héldu bæði kommúnistar og Alþýðuflokksmenn því fram, að með þessu væri verið að stofna til klofnings í verkalýðsfélögunum. Því fór fjarri, að þetta væri rétt. Viðurkenningin á nauðsyn verka- lýðsfélaganna og einingu þeirra er einmitt forsenda fyrir stofnun Óð- ins og annara málfundafélaga Sjálf- stæðisverkamanna. Með stofnun þessara félaga var beinlínis verið að hindra, að verkalýðssamtökin liðuðust í sundur, og að árangur sá, sem þrátt fyrir allt hafði orðið af starfi þeirra til góðs fyrir verkalýð- inn, yrði að engu. Sök á sundrungarhættunni í verkalýðsfélagsskapnum eiga aðrir en Sjálfstæðismenn. Hana eiga fyrst og fremst þeir, sem ráðið liafa því skipulagi félaganna, er eðli sínu samkvæmt fyrr eða síðar hlaut að leiða til sundrungar og klofnings. Verkalýðsfélögin og' samhand þeirra eiga, ef rétl er að farið, ein- ungis að vera samtök verkalýðsins til haráttu fyrir hagsmunum hans. Samtök, sem séu utan við alla póli- tískra flokka, og geti unnið með öll- um þeim flokkum, er hverju sinni vilja heita sér fyrir málefnum verka- manna. f stað þessa var samband verka- lýðsfélaganna, Alþýðusambandið, tengt við einn ákveðinn, pólitískan flokk, Alþýðuflokkinn, með þeim hætti, að hvorttveggja var í raun og veru eitt og liið sama. Sömu lögin gilda enn fyrir hvort- tveggja, enda heita þau lög Alþýðu- sambands fslands og Alþýðuflokks- ins. Eftir lögum þessum er það hlut- verk sambandsins, að vinna með það takmark fyrir augum, að skipu- lagi jafnaðarstefnunnar (socialism- ans) verði komið á hér á landi, og skal öll starfsemi og harátta sam- handsins háð í samræmi við stefnu- skrá Alþýðuflokksins. Enda á sam- bandið að gangast fyrir stofnun stjórnmálafélaga, sem starfi sam- kvæmt stefnu þess flokks, og stuðla að því, að til opinberra starfa verði aðeins kosnir þeir menn, sem eru Alþýðuflokksmenn. Ffokksfélög Alþýðuflokksins eru, þó að í þeim sé ekki einn einasti verkamaður, samhdndsfélög í Al- þýðusambandinu, ekki síður en verkalýðs'félög. Enda er þing Al- þýðusambandsins jafnframt flokks- þing Alþýðuflokksins, og á sam- bandsþing og í aðrar trúnaðarstöð- ur sambandsins eru kjörgengir þeir menn einir, sem eru Alþýðuflokks- menn og ekki eru í neinum öðrum stjórnmálaflokki. Fer sambands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.