Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Page 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Page 17
Þ J Ó Ð I N 13 skiptaþrengingum, sem urðu fylgi- fiskar og eftirfarar heimskreppunn- ar, sem skall yfir um 1930. Það er sá vísir að stóriðnaði, sem hefur skapazt hér hin síðari ár, — þar sem véltæknin er tekin í þjón- ustu mannanna, þar sem verka- skiptingin kemur æ skarpar í Ijós, þar sem átökin um arðinn, millum vinnuveitenda og' verkþiggjenda ná hámarki sínu. jVlenn munu vera á nokkuð ólíku máli um það, hversu milda fram- tíð verksmiðjuiðnaðurinn á hér á landi. Og mjög ofl heyrast raddir um það, að strax og hin frjálsa verzlun kemst aftur á, þá muni megnið af verksmiðjuiðnaðinum hverfa liér úr sögunni. 1 þessari grein skal enginn dóm- ur á það lagður, livort sú getgáta muni rétl eða röng. Iiins vegar má geta þess, að með tilliti til ástands- ins, eins og það var áður en höftin skullu á, og með tilliti til iðnaðar- ins, eins og hann er nú rekinn hér á landi, þá virðist sú skoðun hafa við mikið að styðjast. En fram hjá því má heldur ekki ganga, að verksmiðjuiðnaðurinn er á bernskuskeiði hér, og hefur nú ótal agnúa og á við erfiðleika að stríða, sem má með léttu móti laga, svo betur fari fyrir alla aðilja, sem þar koma við sögu. Af þeim mörgu erfiðleikum, sem verksmiðju- og fagiðnaðurinn á við að stríða hér á landi, tel eg rétt að geta þeirra lielzlu. Þeir eru: 1. Gjaldeyrisörðugleikar. 2. Markaðsörðugleikar (útflutning- ur iðnaðarvara). 3. Flutningsörðugleikar (vegna stríðsins). 4. Fjárhagsörðugleikar. 5. Toltaokrið. 6. Skattafarganið. 7. Atökin um arðinn. Þegar þessir stærstu örðugleikar iðna'ðarins eru athugaðir, kemur í ljós, að meiri hluti þeirra er sjálf- skaparvíti, sem góður vilji og skyn- samar ráðstafanir geta útilokað. Hina þrjá fyrstu liði er erfitt við að eiga, því að þar verðum við að meira eða minna leyti háðir þeim straum- um, sem umheimurinn skapar á hverjum tíma. Ilins vegar verður ekki gengið fram hjá því, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði hefur islenzki iðnaður- inn haft sín áhrif á þessa örðug- leika lil betri vegar. Hann hefur minnkað gjaldeyris- þörfina til stórra muna, með því að fullvinna vöru úr erlendum hráefn- um, og aukið gjaldeyrinn með fyllri vinnu og nýtingu ýmissa útflutn- ingsvara. En frá viðskijjtalegu sjónarmiði hefur iðnaðurinn, vegna gjaldeyris- örðugleika, beðið mikið afhroð er- lendis, þar sem hann, þeirra orsaka vegna, hefur ekki getað staðið er- lendum lánardrottnum þau skil á fjárhagsskuldbindingum, sem nauð- synleg eru í heiðarlegum viðskipt- um. Verður iðnaðurinn hiklaust að gera þá kröfu, að honum verði séð fyrir nægum erlendum gjaldeyri til hráefniskaupa, nauðsynlegs við- halds og aukningar. Um markaðsörðugleika úlfluttra iðnaðarvara og hvernig úr þeim

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.