Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 17
Þ J Ó Ð I N 13 skiptaþrengingum, sem urðu fylgi- fiskar og eftirfarar heimskreppunn- ar, sem skall yfir um 1930. Það er sá vísir að stóriðnaði, sem hefur skapazt hér hin síðari ár, — þar sem véltæknin er tekin í þjón- ustu mannanna, þar sem verka- skiptingin kemur æ skarpar í Ijós, þar sem átökin um arðinn, millum vinnuveitenda og' verkþiggjenda ná hámarki sínu. jVlenn munu vera á nokkuð ólíku máli um það, hversu milda fram- tíð verksmiðjuiðnaðurinn á hér á landi. Og mjög ofl heyrast raddir um það, að strax og hin frjálsa verzlun kemst aftur á, þá muni megnið af verksmiðjuiðnaðinum hverfa liér úr sögunni. 1 þessari grein skal enginn dóm- ur á það lagður, livort sú getgáta muni rétl eða röng. Iiins vegar má geta þess, að með tilliti til ástands- ins, eins og það var áður en höftin skullu á, og með tilliti til iðnaðar- ins, eins og hann er nú rekinn hér á landi, þá virðist sú skoðun hafa við mikið að styðjast. En fram hjá því má heldur ekki ganga, að verksmiðjuiðnaðurinn er á bernskuskeiði hér, og hefur nú ótal agnúa og á við erfiðleika að stríða, sem má með léttu móti laga, svo betur fari fyrir alla aðilja, sem þar koma við sögu. Af þeim mörgu erfiðleikum, sem verksmiðju- og fagiðnaðurinn á við að stríða hér á landi, tel eg rétt að geta þeirra lielzlu. Þeir eru: 1. Gjaldeyrisörðugleikar. 2. Markaðsörðugleikar (útflutning- ur iðnaðarvara). 3. Flutningsörðugleikar (vegna stríðsins). 4. Fjárhagsörðugleikar. 5. Toltaokrið. 6. Skattafarganið. 7. Atökin um arðinn. Þegar þessir stærstu örðugleikar iðna'ðarins eru athugaðir, kemur í ljós, að meiri hluti þeirra er sjálf- skaparvíti, sem góður vilji og skyn- samar ráðstafanir geta útilokað. Hina þrjá fyrstu liði er erfitt við að eiga, því að þar verðum við að meira eða minna leyti háðir þeim straum- um, sem umheimurinn skapar á hverjum tíma. Ilins vegar verður ekki gengið fram hjá því, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði hefur islenzki iðnaður- inn haft sín áhrif á þessa örðug- leika lil betri vegar. Hann hefur minnkað gjaldeyris- þörfina til stórra muna, með því að fullvinna vöru úr erlendum hráefn- um, og aukið gjaldeyrinn með fyllri vinnu og nýtingu ýmissa útflutn- ingsvara. En frá viðskijjtalegu sjónarmiði hefur iðnaðurinn, vegna gjaldeyris- örðugleika, beðið mikið afhroð er- lendis, þar sem hann, þeirra orsaka vegna, hefur ekki getað staðið er- lendum lánardrottnum þau skil á fjárhagsskuldbindingum, sem nauð- synleg eru í heiðarlegum viðskipt- um. Verður iðnaðurinn hiklaust að gera þá kröfu, að honum verði séð fyrir nægum erlendum gjaldeyri til hráefniskaupa, nauðsynlegs við- halds og aukningar. Um markaðsörðugleika úlfluttra iðnaðarvara og hvernig úr þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.