Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 29

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Blaðsíða 29
Þ J Ó Ð I N 25 verkamannastétt landsins, þar sem eru stór líkindi til að verklegar framkvæmdir stórum minnki. Ég vil nefna sem dæmi, ef svo að segja öll byggingarvinna hættir, öll vinna við saltfiskverkun fellur niður, upp- skipunarvinna hafnarverkamanna minnkar stórum sökum siglingaerf- iðleika til landsins, og síðast og ekki sízt, ef svo skvldi nú fara, sem allt bendir til, að virkjun heita vatns- ins stöðvist, einmitt vinna sú, er reykvískir verkamenn Iiafa byggt alla framtíðar afkomu sína á í ár. Fari svo, að hitaveitan stöðvist, sökum þess að aðflutningar teppist á efni því, sem þarf til virkjunar- innar, væri ekki úr vegi, að reyk- vískir verkamenn og aðrir horgarar þessa hæjar íhuguðu það gaum- gæfilega, hvort þeim tima, sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn í sameiningu vörðu í það, að tefja fyrir framkvæmdum þessa nauðsynjaverks, sem hafði þá aðalkosti, að sjiara þjóðinni millj- ónir 1 gjaldeyri og bæta úr hrýn- ustu atvinnuþörf verkamanna, liefði ekki verið hetur varið á einhvern annan hátt. Að minnsta kosti er það mín sannfæring, að þessum flokkum muni reynast erfitt að fá menn til að trúa þvi, að með því hafi þeir verið að vinna að hags- munum reykvískra verkamanna. Þegar við í dag, 1. maí, á hátiðis- degi vei’kamanna, lítum fram á veg- inn, sem þeir eiga að ganga þetta árið, sýnist okkur brautin grýtt og margar torfærur á leiðinni, og væri sízt að undra, þó að þeir væru ekki í hátíðaskapi. En hreysti og þraut- seigja íslenzku verkamannanna hef- ur verið og er viðurkennd, og enn- þá munu þeir lialda áfram að vera íslenzku þjóðinni til sóma, með því að herjast af sömu hreysti fyrir sjálfstæði sínu og lífsafkomu og hvergi hopa, þó að leiðin sé ógreið yfirferðar. En krafa þeirra hlýtur að verða sú, að þeir, sem stjórna riki og hæ, séu samhuga og samtaka um að finna þeim einhver verkefni til að vinna, sem verða megi þjóðinni til hjargar og blessunar. Þá munu ís- lenzkir verkamenn ekki liika við að leggja fram alla þá krafta, sem þeir hafa j’fir að ráða, til að sigrast á örðugleikunum. Gerfiefni í Ameríku. Bandarikjamenn eru farnir að óttast skort ýmsra hráefna sem afleiðingu ófrið- arins, og eru því aS undirbúa framleiðslu ýmsra gerfiefna, líkt og Þjóðverjar. —- Standard, Oil er t. d. að reisa verksmiðju, sem á að geta framleitt 2000 smál. af gerfi- gúmmíi árlega. HvaS varð af skipshöfninni? í janúar síðastl. fór bresk, þrímöstruð skonnorta, „Gloria Colita“, frá Bandarikj- unum áleiðis til Suður-Ameríku með timb- urfarm. Þrem vikum síðar var skipið dregið i höfn, með seglin rifin í tætlur og mjög brotið ofan þilfars, en skips- höfnin var horfin. Er lialdið, að skipið hafi skyndilega lent í hvirfilbyl og skips- höfninni skolað fyrir borð, er liún var að reyna að hjarga seglunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.