Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Qupperneq 20
530
Kosning'atilhög'un frændþjóðanna.
[Stefnir
verða í hverju kjördæmi utan
Reykjavíkur, falla alveg ógild,
þau hafa engin áhrif á kosn-
inguna eða skipun þingsins. Við
alþingiskosningarnar 9. júlí 1927
telja Hagskýrslur greidd 25693
atkvæði utan Reykjavíkur. Af
þeim hafa 14839 atkvæði ráðið
kosningum allra þingmanna, en
10854 atkvæði farið alveg til
ónýtis. Þeir kjósendur, full 42%
af allri tölunni, hefðu alveg eins
mátt sitja heima, það hefði engu
breytt um skipun þingsins. At-
kvæði þeirra allra féllu á fram-
bjóðendur, sem náðu ekki kosn-
ingu, og kosningatilhögunin
leyfði ekki, að þau atkv. kæmu
til greina á neinn annan hátt.
Allir þessir sömu gallar hafa
verið áður fyr á kosningatilhög-
un frændþjóða okkar, Svía, Norð-
manna og Dana. Allar þessar
þjóðir hafa um svipað leyti, fyr-
ir 10 til 12 árum síðan, breytt
kosningatilhögun sinni í þá átt,
að sneiða sem mest hjá þessum
göllum. Nú er hið sama mál
komið á dagskrá hjá oss, og þyk-
ir mér því vel við eigandi, að
skýra frá því, hvað þessar ná-
skyldustu þjóðir hafa fundið til
úrlausnar hinu sama vandamáli,
sem nú liggur fyrir. til úrlausnar
hjá oss.
Rúmsins vegna leiði eg alveg
hjá mér að fara út í sögulegan
aðdraganda kosningalagabreyt-
ingarinnar hjá hverri þjóðinni
fyrir sig, þó það að vísu sé að
ýmsu leyti lærdómsríkt. Höfuð-
ástæðurnar, sem knúðu fram
breytingarnar, voru hinar sömu
hjá öllum, óánægjan yfir því, að
þingin voru ekki lengur rétt mynd
af vilja þjóðanna. Ekki get eg
heldur drepið á nálægt því öll
minni háttar atriði í kosninga-
löggjöf þessara landa, heldur
læt eg nægja, að skýra frá að-
alatriðunum.
2. Kosningatilhögun Svía.
Sænska þjóðin er stærst og
að mörgu leyti fremst Norður-
landaþjóðanna, og þykir mér því
vel hlíða, að gera fyrst grein
fyrir kosningum hjá þeim. Þar
voru hlutfallskosningar fyrst lög-
leiddar 1909, en núgildandi lög-
gjöf er í öllum aðalatriðum frá
1921.
Þingi Svía var frá fornu skift
í tvær málstofur, og eru kosnar
hvor með sínu móti. Efri mál-
stofan (första kammeran) hvílh’
ekki á almennum, beinum kosn-
ingum, og á að þessu leyti sam-
merkt við Landsþingið í Dan-
mörku og efri málstofur margra