Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 58

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 58
568 Hvernig' á að sætta fjármagn og vinnu? [Stefnir skóinn hvor ofan af öðrum. Atvinnufyrirtækin eru beggja lífs- viðurværi, en annar heldur í þau dauðahaldi og vill sitja að þeim einn og einvaldur, en hinn reynir að merja þau til dauðs. Og það er meira. Þessi sömu atvinnufyrir- tæki eru lífsviðurværi allra, einnig hinna, sem standa utan við og horfa á aðfarirnar. Verkföll og verkbönn eru látin dynja yfir og gleypa, jafnvel hér í okkar litla þjóðfélagi, miljónir króna, og ann- arsstaðar hundruð og jafnvel þús- undir miljóna. Og er þá ótalið allt annað en beinharðir peningar, allt hugarstríðið og eymdin, sem siglir í kjölfar þessærar styrjaldar eins og annara styrjalda. Lausn sósíalismans. Það er áreiðanlega sterkasta hlið sósíalismans, að hann þykist geta leyst þetta vandamál. Þörfin er svo bersýnileg. En það er veikasta hlið sósíalismans, að hann getur ekki staðið við orð sín í þessu efni. Það er meira að segja mikið efa- mál, hvort honum dettur í hug að reyna það, þegar á herðir. Sósíal- isminn hefir ef til vill gengið með þessa flugu í upphafi, að þjóðnýt- ingarskraf hans væri lausn á þessu vandamáli, en nú o<:M5 býst eg við, að það sé ovðið að mestu leyti blaður til þess að sleppa ekki tökunum á þeim pólitíska flokki, sem þeir hafa komið sér upp á þessari stefnu- skrá. — Þjóðnýtingin svonefndr hefir sem sé þann megin ókost, sem margsinnis er búið aö leiða í ljós, að hann drepur fram- tak einstakljngsins. Og menn geta bölvað einstaklingsframtakinu eins og þeir vilja og dregið fram ótelj- andi dæmi um misbeiting þess, — hitt stendur jafn óhaggað eftir sem áður, að einstaklingsframtak- ið er eina framtakið, sem til er, og án framtaks gerist ekkert. — Þess vegna snúa þeir nú við blaðinu og segja, að einstaklingsframtakið muni verða eins mikið í ríki jafn- aðarmanna eins og nú, menn muni vinna jafn vel og ósleitilega fyrir ríkissjóðinn eins og þeir vinna nú fyrir sjálfa sig, konur sínar og börn sín. Og er þá bezt að sá trúi á sósíalismann og fylgi honum, sem getur trúað þessu, og aðrir ekki. Guðmundur Friðjónsson hélt hér nýlega fyrirliestur um kommún- isma. Hann sagði þar eftirtektar- verða sögu um kaupamann, sem vildi fá kaup sitt, en heimilið var illa komið, vegna þess, hve lítið gekk. Konan á heimilinu sagði, að hann ynni að vísu, en hann „herti sig“ áldrei. Þetta er spegilmyndin

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.