Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 77

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 77
Stefnir] Alúminíum. 587 á því, hvers vegna ofur-lítið af t. d. kopar, sem blandað er sam- an við alúminíum, gerir það svo margfalt harðara og sterkara efni en hreinan málm. Koparinn dreif- ist í örsmáum ögnum um allt efn- ið þannig, að þessar smáagnir eins og „læsa“ öll efnin saman, gera það að verkum, að alúminíum- agnirnar renna ekki eða skrika. Því hefir verið líkt við geirnegl- ing, sem trésmiðir nota. Þetta veldur hörku málmblendingsins. Þá reyndist lengi vel erfitt, að steypa stóra búta af alúminíum. Þeir voru alveg til skamms tíma í hæsta lagi 100 kíló. En þegar smíða þurfti stóra hluti, var þetta ófullnægjandi, og stóð mjög fyrir að þessi ágæti málmur væri notað- ur, þar sem mjög stór heil stykki þurfti. En þörfin var brýn, og vísindamennirnir linntu ekki. Og nú eru búnir til ,,bútar“ af alú- miníum, sem vega eina smálest (1000 kg.) og meira. Og úr þess- um miklu bútum er svo smíðað allt mögulegt, sem áður þurfti járn í. Það væri t. d. vel hægt að reisa stærstu skýkljúfa og mestu hafskip úr alúminíum. Það myndi aðeins verða of dýrt. Alúminíum er nú meira og meira notað. Eftirspurnin eykst stöðugt. í allskonar flugvélar og loftskip er það ómetanlegt. En það þykir líka ágætt í bifreiðar og járnbrautarvagna. Allt verður svo létt, sem er úr alúminíum, og létt- ir 'vagnar þurfa minni kraft. — Kynstur af alúminíum fer i raf- magnsleiðslur. Þá hefir verið búinn til alúmin- íum litur eða „málning". Þegar málað er, setjast örsmáar alúmin- íum þynnur, eins og nokkurskon- ar hreystur utan á, og verja gegn öllu grandi það, sem undir er. — Nokkrar timburverksmiðjur eru farnar að strjúka þessum „lit“ á allan við sinn, til þess að verja hann alls kyns skemmdum af sól, lofti og vatni. Smágerð vírnet er- einnig farið að búa mjög mikið til úr alúminíum. Þau eru svo björt og fögur og ryðga aldrei. Þannig er það fleira og fleira, sem alú- miníum leggur undir sig. Og það er verðið eitt, sem enn kemur í veg fyrir, að það útrými að miklu leyti öðrum málmum. Þá hafa menn nýlega gert eina uppgötvun. Eins og flestir vita, er alúminíum ljós-grátt að lit, og því fremur kuldalegt, þó að það sé ])okkalegt og hreinlegt útlits. En ýmsar húsmæður langar til að hafa „liti“ í eldhúsunum án þess að þurfa að missa alúminíum á- höldin. Og nú hefir nýlega tekizt

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.