Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 65

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 65
Stefnir] Hvernig- á að sætta fjármagn og vinnu? 575 magnsins, bæði til arðs og stjórn- ar fyrirtækisins. Starfsmennirnir þurfa ekki að bíða þess, að þeir eignist hægt og hægt hluti í fé- laginu, og ekki heldur að fá þá beinlínis gefins, heldur er þeim úthlutað hlutum í krafti þess, að þeir leggi nokkuð fram, sem sé vinnu sína. Þeir fá þegar í stað bæði vandan:: cg vegsemdina. Auðvitað geta þessi bréf ekki haft neitt nafnvérð þegar þeim er úthlutað. Þau eru ekki skýrteini upp á það, að peningarnir hafi verið innborgaðir. Þau gefa að eins von um arð, ef vinnan sýnir sig að afla arðs, og þau gefa von um eign ef vinnan aflar eigpiar. Með því að taka venjuleg hluta- bréf félagsins fyrir ])að, sem safn- -ast af eign á þessi vinnuhlutabréf, geta starfsmennirnir eignast venjulega hlutdeild í félaginu, og' þessi aðferð felur ])ví í sér það sama eins og sam-lilutdeildin að þessu leyti, en nær miklu lengra. Otfærslan margvísleg. Með þessu eru að eins dregnar nðallínurnar, en útfærslan getur verið afar-misjöfn, eftir ])ví hvernig hluthöfum hvers félags þóknast að ákveða það í samþykkt félagsins, því að í fyrstu verður þetta allt að koma sem viljandi ráðstöfun eigandanna. . Þetta, að hafa allt fullkomalega frjálst, lýsir mjög vel kaupsýslu- mönnunum, sem stóðu fyrir því, að þessi lög voru sett. Margir hafa óttast, að þetta leiddi til þess, að farið væri að þvinga þessu upp á öll félög, hvort sem ]>au vilja eða ekki. En það er mjög fjarri vilja höfundanna. Þeir vilja að eins sýna, hvernig er hægt að leysa vandamálið, en láta svo allt frjálst. Einn mjög þekktur iðjuhöldur í Bandaríkjunum, Robert S. Broo- king, er þó ekkert smeikur við þetta. Hann er miklu hræddari við ástandið sem er, og lítur svo á, að lögboðin vinnu-hlutdeild myndi komast langt í því, að afstýra allri frekari hættu. Aftur á móti hefir mótspyrna gegn ]>essu komið frá sósíalistum af sömu ástæðum eins og gegn öllum samskonar tilraunum. Þeir segja að allt þetta sé gert til þess að fá aukinn vinnuhraðann, en það er náttúrlega eitur í þeirra beinum. Það má aldrei „herða sig“. Og þeir taka ekkert tillit til þess, að með þessu eru starfs- mennirnir að vinna sér þann rétta sess í atvinnulífinu, sem sameig-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.