Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 82

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 82
592 Umbrot iðjuhöldanna. [Stefnir Nú hefir hún verið aukin svo, að hún býr til yfir 50 kílómetra á dag. Hver átti að kaupa þessi ósköp. Það sýndi Smith. Hann sýndi fram á, að nú væri rör orðin svo ódýr, að það borgaði sig bezt að flytja margvíslegan vökva í píp- um. Það eru komnar leiðslur, sem skifta þúsundum kílómetra og bæði steinolía, vatn og gas er leitt ótrúlega langar leiðir um megin- land Ameríku. — Margir aðrir búa til pipur og keppa við Smith, en það er ekki auðvelt að komast fram úr honum eða jafnvel fylgja honum eftir, því að aldrei er sofið og aldrei numið staðar. Hann vill að allt geti borgað sig á 2—3 árum, því að þá sé hætt við að það sé orðið úrelt. Smith hefir mestu andstyggð á þeim sölu-látum, sem eru í mörgum verksmiðjum í Ameríku. Hann hefir tíu sinnum fleiri verk- fræðinga en sölumenn. Hann seg- ir: Við verðum að búa til svo góð- ar og ódýrar vörur, að þær selji sig sjálfar. Og þetta hefir honum tekizt. Það eru margir hræddir við' Smith, ekki vegna samkeppninn- ar einnar, heldur eru margir hugsandi um, hvar svona læti nemi staðar. Endar það ekki meði því, að vélar gera allt og menn, verða óþarfir! Kollhleypur ekki þetta sig allt saman að lokum? En þá segja aðrir: Þegar vélarn- ar gera allt verður fyrst gott að, lifa í þessari veröld. Maðurinn er laus úr banninu. En hvaða afleiðingar hefir það svo? Það er bezt að spá sem fæstu. HVER TRÚIR? Huxley sagði, að ef 10 apar va:ri settir við ritvélar, og þeir fengi að fást við þær í nokkrar miljónir ára, þá endaði það með því, að þeir rituðu allar þær bækur, sem nú eru til í heiminum. Hann liafði óbifanlega trú á framþróuninni. FYNDIÐ TILSVAB. Málari gerði mynd af sjáll'um sér. Stúlka mætti honum og sagði: Eg var svo hrifin af niyndinni af yður, að eg kyssti hana. Málarinn : Kyssti hún yður á móti? Stúlkan : Nei, auðvitað ekki. M á 1 a ri n n : pá er hún ekki lík mér!

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.