Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Síða 18
528
Ófriður í Mansjúríu.
[Stefnir-
hröktu Kínverja á brott úr her-
búðum sínum. Sendu Japanar svo
þegár í stað liðstyrk að heiman,
svo að þá voru 14500 japanskir
hermenn í Mansjúríu, en þeir
hafa leyfi til þess, að hafa þar
15000. Japanska stjórnin lýsti því
yfir, að hún sendi lið þetta aðeins
til þess að „gæta hagsmuna“ jap-
anskra íbúa í landinu.
Æsingar í Japan og Kína.
Mikill fögnuður varð í Japan
yfir þessum aðförum. Andstæð-
ingar stjórnarinnar lofuðu hen)ii
fullu fylgi, ef hún léti nú kné
fylgja kviði.
í Kína urðu æsingar miklar,
einkum meðal stúdenta, sem eru
eldheitir ættjarðarvinir, og hata
Japana fornu og óslökkvandi
hatri. Kínverska stjórnin vildi
stilla til friðar, en 28. sept. réðust
stúdentar inn í stjórnarhöllina í
Nanking og misþyrmdu sjálfum
utanríkisráðherranum, C. T.
Wang. Sagði hann af sér tveiin
dögum síðar.
Áhrif á innanríkismál Kína.
Ófriðurinn varð til þess, að dró
saman með fjandmönnunum inn-
an lands. Kanton-stjórnin hafði
undirbúið og hafið herferð mikla
gegn Nanking-stjórninni, en lét
nú af ófriði. — Aftur á móti eru
innanlands óeirðir miklar í Norð-
urríkinu, og þar stofnuð ein 3
sjálfstæð ríki.
I’jóðabandalagið.
Hér hefir nú fengizt góður próf
steinn á Kellogg sáttmálann og-
þjóðabandalagið og allt þetta,
sem nú á að koma í veg fyrir stríð.
Náttúrlega tala báðir aðiljar lik-
lega, og krossa sig upp á |>að, að
þeir hafi ekki byrjað og því ekki
brotið Kelloggsáttmálann. Þjóða-
bandalagið, með aðstoð Banda-
ríkjanna, hefir sk'orað á báða, að
fara með heri sína burt úr Man-
sjúríu, en þeir brúka vífilengjur
og á meðan halda skærurnar á-
fram.
Ófriður þessi, sem gengur í
stöðugu þaufi, er ekki að svo
komnu orðinn neitt geigvænleg-
ur. Herir beggja eru enn fremur
litlir. En hann er ef til vill merki-
legastur sem prófsteinn á það,
hvað þjóðabandalagið og annað
það, sem friðinn á að tryggja,.
mega sín, þegar út úr ræðusölun-
um kemur og út í sjálft lífið.