Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 34
MATFÖNG ÚR SJÓ
Fisksölutorg
Hér erfisksala ifullum gangi á Ellirtg-
sensplani árið 1919. Þarna sésl gamla
steinbryggjan (Bcejarbryggjan), sem lá
niður af Pósthússtræti. Fiskmarkaður sá.
sem mitwst er á t greininni, varnokkru
austar, nær Zimsensbryggju.
vírspotti dreginn gegnum augun,
gerð lykkja og fiskurinn borinn
þannig heim. Reykvískar hús-
mæður um sjötugt minnast þess
að hafa notað sérstakar kápur í
fískbúðarferðir, því að hætt var
við að slorið strykist í fötin, þegar
fiskurinn dinglaði í spottanum.
Eftir að vírspottatímabilinu lauk,
var farið að pakka fiski inn í
gömul dagblöð og má segja, að
sú aðferð hafi haldist fram 4 daga
plastpokanna. Líklega á enginn
lengur sérstaka fiskkápu.
Reykjavík 1899 - Suður-
eyri 1939
Hvernig skyldi fólk hafa þrifist á
einhæfu fæðinu áður fyrr? Sem
kunnugt er flokkast aðalnæringar-
efnin í hvítu, kolvetni og fitu, en
auk þess er nauðsynlegt að fá
vítamín og steinefni.
Erlendis er kolvetnarík fæða
yfirleitt ódýrust, en hvíturík
dýrust, miðað við orkumagn.
Hér á landi var þessu öfugt farið,
nóg var af ódýrri hvítu í fiskinum,
en íslendingar voru aldrei sjálfum
sér nógir með kolvetni, allt mjöl
þurfti að flytja inn í skiptum fyrir
fisk.
Samkvæmt Landshagskýrslum
mátti fá 85 kg af mjöli fyrir 64
kg af saltfiski í meðalári á seinni
hluta 19. aldar. Séþetta umreikn-
að í hitaeiningar kemur í ljós, að
úr þessu mjölmagni fæst rúmlega
fjórum sinnum meiri orka en úr
fiskinum og auk þess hafa unnist
við þetta B-vítamín. Petta virðast
því hagstæð skipti, því að nóg var
eftir af hvítu í trosinu til þess að
mæta þörfum fólks. Hitt er svo
annað mál, að saltfiskurinn hefur
selst mun dýrar erlendis.
Fituöflun hefur ekki venð
vandamál, lýsið og bræðingurinn
voru góðir orkugjafar og full-
nægðu þar að auki A- og D-víta-
mínþörfinni. Erfiðara var með C-
vítamínöflun, það var aðallega að
fá úr kartöflum og rófuin, sem
bæjarbúar ræktuðu í görðum
sínum, en hefur ekki dugað nema
eitthvað fram eftir vetri. Nokkurt
C-vítamín er í mjólk, sem einnig
er besti kalkgjafinn, en eins og
fyrr greinir var lítið um mjólk í
Reykjavík frarn yfir aldamót.
Árið 1939 var kannað mataræði
og heilsufar nokkurra fjölskyldna
til sjávar og sveita. Könnun þessi
var gerð á vegum Manneldisráðs
undir stjórn Júlíusar Sigurjóns-
sonar prófessors. Valdar voru
fremur tekjulágar fjölskyldur í
kaupstöðunum, þó ekki svo, að
þær hefðu ekki fyrir nauðþurft-
um. Þarna virðist eitt pláss, Suð-
32 SAGNIR