Sagnir - 01.04.1984, Síða 53
HAFNALAUS HÖFUÐSTAÐUR
þeirra hlyti að bera nokkurn skaða
af því, að verða svo langt frá mið-
stöð inn- og útflutnings. Ekki
hefur það heldur aukið á gleði
þcirra Reykjavíkurkaupmannanna
ef þeir Zöllner og Tuliníus hafa átt
hlut að þessum hafnarfram-
kvæmdum í Skerjafirði.
í raun höfðu þeir Tryggvi og
Guðmundur nokkuð til síns máls.
Skildinganes var utan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur og því
yði það Seltjarnarneshreppur
sem fengi hafnargjöld af þessari
fyrirhuguðu höfn. Þó var bent á
það á þingi að ekkert hafði verið
hl þess gert að athuga hvort ekki
væri hægt að semja við Seltjarnar-
neshrepp um að fá Skildinganes-
land aftur inn í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur. Þingmenn virðast
hafa verið ákveðnir í andstöðu
sinni gegn þessum ’Hafnar1-
áformum. Er líklegt, eins og Páll
Líndal hefur bent á, að kaup-
mannavaldið í Reykjavík hafi
staðið að baki þeirri andstöðu.
Þingmenn Reykjavíkur létu
hins vegar í það skína að baráttan
stæði um hvort veita ætti leyfi til
að verðtryggja eignir ’prívat1-
nianna og opna þeim leið til að
§anga á rétt ’almennings* til lands
1 Reykjavík. Telja þeir að barist sé
um
hvort meira eigi að meta Skild-
htganes eða Reykjavíkurbæ,
hvort meta eigi meira óskir
þessa hálfútlenda og gróðafélags
eða óskir bæjarstjórnarinnar í
Reykjavík og meginþorra
bæjarbúa. {Alþ.t. 1907 B, 2600)
^ð vísu má til sanns vegar fær
niannúðarsjónarmið hafi i
naðið ferðinni að öllu leyti
Þeim ’Hafnar* mönnum, en
S Guðlaugur Guðmunds:
lngmaður Vesturskaftfellii
bentt á, voru lóðirnar,
s<-tn helst er hætt við að falli í
verði ef höfnin og sporbrautin
enist á, lóðirnar við höfnina,
••• eign góðra og merkra borg-
ara bæjarins, sem eru miklu
ráðandi í bænum. (Sama, 2584-
85)
En óskir „bæjarstjórnarinnar í
Reykjavík og meginþorra bæjar-
búa“ urðu yfirsterkari og frum-
varpið um sporbraut var fellt.
Fullt og ótakmarkað
umboð
Þessi málalok virðast hafa valdið
hughvörfum hjá ’Hafnar'mönn-
um. Þeir þurftu á járnbraut að
halda til að höfnin gæti borið sig.
Ekki var nóg að höfn væri í
Skerjafirði, miðstöð verslunar og
viðskipta var enn í Kvosinni og
flutninga varð að tryggja.
Árið 1908 var haldinn stjórnar-
fundur í ’Höfn* og tekin fyrir
beiðni Ólafs Árnasonar um að fá
„ótakmarkað umboð til þess að
semja um hafskipabryggjugjörð í
Skerjafirði og afsal á landi félags-
ins ef til kæmi. “ Stjórnin ákvað að
verða við tilmælum Ólafs, enda
þótt daufleg málalok að láta land-
ið liggja ónotað og arðlaust. Þeir
hafa ekki treyst sér til að leggja út
í stórframkvæmdir án þess að geta
tryggt afkomu hafnarinnar.
Einnig má gera því skóna að hið
útlenda lán hafi ekki verið eins
auðfengið eftir málalokin í þing-
inu.
Ólafur Árnason var, sem áður
sagði, kaupmaður á Eyrarbakka
og frá 1907 var hann fram-
kvæmdastjóri kaupfélagsins Ing-
ólfs á Stokkseyri. Það félag höfðu
þeir Einar Benediktsson skáld
stofnað ásamt nokkrum bændum
þar eystra. Ólafur sneri sér nú til
Einars og gerði við hann samning
um kaup landsins í Skildinganesi.
Sá samningur er dagsettur 5. júní
1910. Ekkert er hægt að segja
frekar um efni þessa samnings,
því hann virðist nú týndur og
aðeins vitnað til hans í skuldabréfi
frá 1913.
Port Reykjavík
Einar Benediktsson var sem
kunnugt er mikill áhugamaður
um íslenskar auðlindir og leiðir til
að koma þeim í verð. Það er því
ekki undarlegt að hann skuli
koma við sögu hafnargerðar í
Skerjafirði. Vorið 1910 hafði
Einar verið í Englandi og átt þar
aðild að stofnun stórfélags sem
nefnt var The British North-
Western Syndicate Ltd., en al-
mennt kallað ’Samlagið* hérlend-
is. Markmið þess var að reka al-
hliða starfsemi á sem flestum
sviðum atvinnulífs á íslandi.
Sanmingurinn sem Einar gerði
við Ólaf Árnason var því fyrir
þetta félag. Áður höfðu ’Hafnar1-
menn boðið Reykjavíkurbæ að
kaupa landið, en því boði verið
hafnað.
Sigurður Brietti (1860-1952), póstmeist-
ari t Reykjaink 1897-1930, póstmála-
stjóri 1930-35. Mikill áhugatnaður utti
ýtniss kotiarfratnkvæmdir í höfuðstaðnum.
SAGNIR 51