Sagnir - 01.04.1984, Page 107
STRÍÐSBRÖLT OG STJÓRNFRELSI
Arið 1863 varháð við Gettysburg einhver
mannskœðasta orrusta Þrœlastríðsins og
sýnir myndin vígvöllinn að leikslokum.
Á þessum árum varsú skoðun útbreidd að
Þrælastríðið t Bartdaríkjunum væri
dæmigert fyrir þær ógöngttr sem óheft
frelsi og lýðræði gæti leitt þjóðir út í.
Eftirfarandi málsgrein er til vitnis um
þessa skoðun: „Svo margir „kynlegir
kvistir“ hafa sprottið upp úrjarðvegi
frelsisins í norðurhluta Vesturheims, að t
vændirmátti vita komu þess tíma, eröxin
yrði „sett til róta trjánna". Þarsem hvorir
tveggja hefnast sem óþyrmilegast á öðrum,
Norður- og Suðurmenn, máþó með sanni
segja, að þar séforsjónin, er vitjar hvoru-
tveggju fyrir sjálfsþóttaglöp og eigin-
girni. " (Skírnir 1863, bls. 107.)
að vel tækist til með fyrstu stjórn
þess en í þeim efnum virtust ítalir
eiga tvo kosti; lýðveldi eða kon-
ungsstjórn. í blöðunum var tekin
skýr afstaða með konungsstjórn-
inni og á móti lýðveldinu, enda
mundi það vera „skaðræði fyrir
málefni Ítalíu. “ Pess ber að geta að
hugmyndir um lýðveldi og lýð-
ræði virðast hvorki hafa verið fág-
aðar né fastmótaðar. í flestum til-
vikum var ekki gerður greinar-
munur á þessum hugtökum og
talað um „lýðstjórnarmenn" og
>»lýðstjórnarríki“. T.d. voru
áköfustu lýðræðis- og lýðveldis-
sinnarnir jafnan nefndir „lýð-
stjórnarmenn“. Þar var fremstur
1 flokki Giuseppe Mazzini, sem á
þessum árum var einn af fáum
postulum þeirrar stefnu að fjöld-
mn ætti að ráða eigin málum. Og
af ferli þessa „ískyggilega" Mazz-
inis og skoðanabræðra hans voru
dregnar afdráttarlausar ályktan-
irnar gegn „lýðstjórnarmönn-
um“. Minningarnar um byltinga-
árin 1848—1849 tengdu þennan
flokk manna órjúfanlega ofbeldi í
hugum margra Evrópumanna.
Enduróminn af þeirri skoðun má
heyra í umsögn Arnljóts Ólafs-
sonar í Skírni frá árinu 1859. Hann
taldi „lýðstjórnarmenn" vilja með
„vopnum vega og verði þeim sig-
urs auðið um stund, þá munu þeir
með vopnum stjórna og að lykt-
um vopnbitnir verða.“ (Skírnir
1859, bls. 106.) Með þessum orð-
um var beinlínis verið að víkja að
Rómarlýðveldinu svokallaða sem
varð til eftir uppreisn lýðveldis-
sinna snemma árs 1849 og var
brotið á bak aftur með vopnavaldi
fáum mánuðum síðar. Pannig
voru afdrif lýðveldishugmynd-
anna notuð sem rök gegn þeim.
Stríðsbrölt og vopnaskak var
þó ekki fordæmt á þessum árum,
heldur gat tilgangurinn helgað
meðalið. Haustið 1859 var því lýst
yfir í Norðra, sem gefinn var út á
Akureyri, að „vörn gegn áhlaup-
um og yfirgangi til að viðhalda
virðingu og frelsi þjóðanna eða til
að ávinna þeim aftur frelsi eru
þau skilyrði sem réttlætt geta stríð
og styrjöld.“ (Norðri 30. sept.
1859, bls. 74—75.) Sjálfsagt málíta
á þessa skoðun sem dæmi um
langlífi hugmynda Hegels hins
þýska. Hann taldi það sjálfsagða
skyldu hvers einstaklings „að við-
halda sjálfstæði og alveldi ríkisins
og fórna til þess lífi og eignum.“
Og trúlega hefði Gísla Brynjólfs-
SAGNIR 105