Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 10
104 NÝTT HEL.GAFELL einnig vísa til mannsins sjálís, hinna fágætu töfra, sem einkenna persónuleik hans og aÖeins verða til fyrir fjölbreytta eðliskosti, er leitað hafa fyllzta samræmis. Við þetta mætti vitanlega mörgu bæta, og þar á meðal eru sjálf skáldrit höfundarins. Og þá rifjast enn upp fyrir mér sá dagur, snemma í októbermánuði 1919, þegar einn bekkjarbræðra minna í Menntaskólanum hafði FORNAR ÁSTIR með sér í kennslu- stund. Ég hafði þá aðeins kynnzt þessari bók af nokkrum köflum, er birzt höfðu áður í tímaritum, en aldrei séð hana fyrr og beið þess nú með mikilli óþreyju að fá að lesa hana. Og vissulega var þetta mikil stund og hátíðleg. Reyndar kom það brátt i ljós, að helzt til margir vildu verða fyrstir um bókina og sennilega hefði hún stefnt ein- drægni bekkjarins í voða, ef vitrir menn og góðgjarnir hefðu ekki gripið í taumana. Varð þá að samkomulagi, að enginn mætti taka bókina heim með sér úr skólanum, heldur skyldi hún „liggja við" í bekknum, og væri þá síður hætta á, að menn misstu af henni. Ég rek ekki þessa sögu lengra, en víst er um það, að Fomar ástir em meðal þeirra bóka, sem mér hafa orðið minnisstæðastar frá æskuárunum og þykist ég vita, að ýmsir jafnaldar mínir hafi svipaða sögu að segja. Ef til vill höfum við lesið margt í þessari nýstárlegu bók af naumum skilningi, og er það ekki tiltökumál, en allt um það gat ekki hjá því farið, að við létum hrífast af andríki hennar og auðugri myndagnótt. Hún bar okkur hressandi andblæ frá stómm og óþekktum heimi, gaf okkur fyrirheit um tignari lífsháttu og skuldbatt okkur til að skyggnast dýpra og víðar en við hefðum ella gert. Höfundur skáldrits, sem veldur slíkum áhrifum, má með sanni teljast öfundsverður, og víst mundi það, þó að ekki væri öðru til að dreifa, skipa honum ömggan sess meðal öndvegishöfunda. En ævintýrið um Fornar ástir gæti einnig freistað til hugleið- inga um þau skáldskaparafrek, sem þjóð- inni hefðu bætzt, ef Sigurður Nordal hefði gefið sig óskiptur að slíkum hlutum, og einatt hef ég heyrt menn velta þeirri spurningu fyrir sér. Við nánari íhugun verður samt Ijóst, að bollaleggingar af slíku tæi eru hjá- kátlegar. Ég hef einmitt að undanfömu lesið allmikinn hluta þess, er Sigurður Nordal hefur ritað á löngum höfundarferli, og sú upprifjun hefur gefið mér til kynna enn bet- ur en áður þá auðlegð vitsmuna og snilli, sem þjóðin hefur eignazt í verkum hans. Flest ritverk hans eru þess eðlis, að manni finnst sem þau eigi hvergi betur heima en í bókmenntaúrvali og það virðist stundum ótrúlega örðugt að gera upp á milli þeirra. Afköst hans mega, þegar þess er gætt, einn- ig teljast furðuleg og verða þjóðinni naum- ast að fullu ljós fyrr en hún hefur eignast rit hans í heildarútgáfu. En upprifjun sú á verkum Sigurðar Nor- dals, sem ég gat um áðan, hefur að sama skapi sannfært mig um það, hversu megin- línan í öllum starfsferli þessa fjölgáfaða af- burðamanns, er merkilega heil og órofin frá öndverðu. Rit hans hafa ekki einungis orðið þjóðinni „ný Crymogæa, málsvöm Islend- inga út á við", heldur hefur allt ævistarf hans verið henni jöfnum höndum leiðbein- ing og lögeggjan um „vanda þess og veg- semd að vera Islendingur". Fyrir þessar sakir umframt allt mun Sig- urður Nordal verða langlífur í landinu og, ef allt fer skaplega, mun þjóðin einnig um næstu aldir halda áfram að stækka af verk- um hans. Tóraas Guðmundsson

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.