Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 32

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 32
126 NÝTT HELGAFELL er fólginn í því að benda nemendum á erlend orð og orðtæki í málinu, gera þeim ljósari takmörk móðurmálsins. Nú hefur svo kölluð málhreinsunarstefna verið mikils ráðandi um afstöðu manna til tungunnar, og gætir hennar ekki sízt í skólum. Það getur oft verið erfitt að ákveða, hver orð telja beri íslenzk, enda er töluverður hluti orðaforðans sprottinn af erlendum áhrifum. Engum dettur í hug að amast við miklum fjölda tökuorða, sem barst til landsins á fyrstu öldum kristni og enn er mikilvægur í íslenzku máli. Örfá orð gefa nokkra hugmynd um nauðsyn þessara töku- orða: bók, kirkja, prestur, skrifa, kross, synd, sál, hringja, blessa, guðspjall, bjalla, messa, engill, skóli, stafróf eru öll tökuorð, sum úr þýzku og önnur úr ensku, en mörg þeirra eru latnesks uppruna. Til gamans má benda á, að langflest nöfn á einstökum flíkum og fata- efnum eru erlend tökuorð, sem upphaflega voru jafnútlenzk og nælon og dragt eru á vorum dögum. Hver er svo forhertur í mál- hreinsun, að hann vilji losa íslenzka tungu við eftirfarandi orð: klæði, glófi, klútur, dúkur, kragi, skyrta, kápa, sokkur, stígvél, jakki, frakki, buxur, vesti? Þó eru þau öll tökuorð og hefðu sjálfsagt ekki náð fótfestu í mál- inu, ef þröngsýni málhreinsunarmanna hefði ráðið þróun íslenzkrar tungu. Ég veit ekki hvernig móðurmál okkar væri nú, ef mál- hreinsun hefði verið rekin skipulega undan- farnar níu aldir, en mig hryllir við þeirri tilhugsun. Sennilega væri tungan þá með öllu dauð, og íslenzk menning væri alger- lega tortímd. Mörgum hættir við að telja tökuorð óæski- leg og jafnvel fagurfræðilega síðri en alís- lenzk orð. Þetta getur þó einungis átt við, ef tökuorðinu er ofaukið í íslenzku, það er að segja ef tungan hefur þegar annað orð, sem hefur nákvæmlega sömu merkingu. Töku- orð berast með nýjum hlutum og hugmynd- um og eru eðlilegur vöxtur orðaforðans. Við höfum að vísu reynt að mynda nýyrði yfir nýja hluti og hugmyndir, svo sem sími, rót- tækur, andúð, og að öðru leyti höfum við aukið orðaforðann með tökuorðum; bíU, berklar, sósíaUsmi eru löngu orðin viður- kennd í málinu. En hitt er þó hættulegt, að málinu bætast ekki ný orð jafnótt og nýjar' hugmyndir krefjast. Þess vegna er mikill fjöldi orða, sem almenningur notar, en er ekki viðurkenndur sem góð og gild íslenzka. Dæmi um þetta eru mýmörg, svo sem nýjar verzlunarvörur, sem berast til landsins og nýjar hugmyndir, sem verða með erlendum þjóðum. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að málhreinsunarmenn viðurkenni ekki orðin nælon og existensjalismi, en allir munu nota þessi erlendu orð, ef þeir hafa ástæðu til, nema málhreinsendur, sem vilja heldur, að þjóðin þekki ekki fyrirbrigðin en noti er- lendu orðin. Hverja afstöðu taka íslenzkukennarar til þessa vandamáls? Hlutverk þeirra er að gera nemendum kleift að hugsa sem bezt á ís- lenzku, og því hljóta þeir að kenna nem- endum, hverjum heitum þeir eigi að nefna ný fyrirbrigði á íslenzku. Það er ekki nóg að strika yfir erlent tökuorð í íslenzkum stíl, ef nemanda er ekki kennt nothæft íslenzkt orð í staðinn. Eins og ég sagði fyrr: kennsla má aldrei vera neikvæð. Og hættulegustu áhrif íslenzkukennslunnar núna eru einmitt þau, að stefnt er markvisst að því að þrengja þekkingarsvið nemenda, fækka hugmyndum þeirra, gera þá heimskari. Móðurmálið verð- ur að vaxa að orðaforða að sama skapi og nýjar hugmyndir og ný hugtök myndast með öðrum þjóðum. fslendingar verða að geta hugsað á móðurmáli sínu eins og aðrar menningarþjóðir hugsa á tungum sínum. Skólarnir eiga að hjálpa nemendum til að fylgjast með menningarstraumum samtím- ans. Ungum, íslenzkum menntamanni er miklu mikilvægara að geta glímt við flókin vandamál samtímans á móðurmáli sínu en að geta „greint" það í málfræðieiningar eftir latneskum fyrirmyndum.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.