Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 42
136 NÝTT HELGAFELL Hinir 30 silfurpeningar Kristján Bender: Hinn fordæmdi, Heimskringla, 1955. Júdas ískaríot segir sögu af sjálfum sér og hversvegna hann seldi Meistarann í hendur rómverskra hermanna. Hann er sendur félaus að kalla inn í borgina að kaupa vistir í kvöldmáltíðina og fær hvar- vetna synjun, unz hann hittir á stræti forna heitmey sína, sem lánar honum 39 silfur- peninga. En fjölskylda hennar er í miklum nauðum og hún þarfnast peninganna aftur hið bráðasta. Veizlunni er borgið, en læri- sveinarnir daufheyrast við bænum Júdasar að hjálpa honum að greiða skuldina. Að öðru leyti barf ekki að rekja söguna, nema geta þess, að peningarnir koma of seint: stúlkan hefir selt sig rómverskum hermönnum og fyrirfarið sér síðan. Að formi til er þessi saga löng smásaga fremur en skáldsaga, og jafnframt dæmisaga: Atburðarásin er rökrétt, það sem hún nær, en hún er í raun og veru hvorki sennileg né ósennileg, af því að hún á litla stoð í skap- gerð sögufólksins. Þetta fólk er yfirleitt ekki persónur, heldur persónugerfingar; ýmsar algengar mannlegar eigindir fá viðeig- andi raddir í svip: ósvífni mangarans, ágirnd veðlánarans, fórnfýsi konunnar, o. s. frv. Fer vel á þessu í dæmisögu, sem er ætlað að varpa ljósi út á við, en ekki inn á sögusvið- ið eða skapgerð persónanna. Stíll höfundar og tungutak hæfir dæmi- sögu af fornum atburðum, málið er einfalt, stillt og samræmt (þó að fyrir bregði tilgerð- arlega myrkum athugasemdum); ekki biflíu- mál, en nógu hátíðlegt til þess að lesand- anum heyrist sögumaður tala úr eðlilegum fjarska. En þar með er sögunni engan veginn lýst til hlítar. Þetta er dæmisaga af spilltri öld, sem knékrýpur Mammon og erlendum drottn- urum. Og samkvæmt henni er Júdas píslar- vottur mannlegs skilningsleysis og spilling- ar. Látum svo vera. Það er í sjálfu sér snjöll hugmynd, að trú lærisveinanna geri þá harðbrjósta og skiln- ingslausa á vandræði Júdasar. ,,Hverjir vær- um við, leystum við vanda þinn, en Drott- inn gæti það ekki?" segja þeir. En þessi skýring er ekki nógu vel útlistuð, þrátt fyrir andsvör lærisveinanna og all- langdregnar hugleiðingar Júdasar, sem hníga í þá átt. Það er farið út fyrir takmörk einfaldrar dæmisögu, en ekki nógu langt, að- eins drepið á stórfellt viðfangsefni, sem rúm- ast ekki í sögunni. Samt er höfundur á réttri leið til að varpa ljósi á átakanlegan og ísmeygilegan sannleika: réttlátir drýgja hér sömu synd og ranglátir. Og hvers vegna lendir Júdas í ógæfu öðrum fremur? Höfund- ur gefur lesandanum átyllu til að ætla, að í skupgerð Júdasar leynist tragisk veila: ,,Og Djöfullinn gekk við hlið mér, þarna á veginum og hvíslaði: Júdas, þannig hafa þeir alltaf haft það. Þeir fyrirlíta peninga og allt, sem þeim viðkemur. Þeir safna fjársjóð- um, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, en þú hefur áhyggjur af andvirði einnar kornskeppu." Samt er þessi einkunn hvergi nærri nógu glögg og á sér varla nægan stað í sögunni til þess að gera Júdas að klassískri harm- söguhetju, þó að höfundur virðist hafa slíka manngerð í huga. Undir lokin vantar reynd- ar ekki nema herzlumuninn til þess, að höf- undi takist að leggja fram drög að harm- sögulegri niðurstöðu: Júdas reynir að bjarga öðrum þeirra, sem hann elskar mest, með því að svíkja hinn og glatar báðum. Verst er, að ekki verður betur séð en hann sé sátt- ur við sjálfan sig, þegar hann hefir selt Meist- arann í hendur hermönnunum og kveður hann í hinzta sinn. Adlt um það er þessi tilraun höfundar til að segja harmsögu Júdasar að ýmsu leyti aðdáunarverð. Honum liggja crríðandi sið- ferðileg vandamál á hjarta og hann fer nærri um ýmis erfið tæknileg atriði í sagnagerð, sem mörgum höfundi virðast hulin. K. K.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.