Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 34

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 34
128 NÝTT HELGAFELL Á ÝLISÓTTU Það er kalt Sjá hvernig krummi flygsast í rokinu flýgst á við skuggann sinn á rökkvuðu hjarni — eða er þetta kvenmanns-væfla — svart sjal! og baksar beint uppí öskugrátt gjóstið. Spaugileg sjón Ó að ég hefði slitur af lungum að hlæja með! en hvað um það maður reynir þó í lengstu lög að brosa. Æ það er kalt stormurinn næðir um kjúkur mínar hvín blístrandi milli rifjanna, sælir eru þeir sem nenna að blása í kaun. Yfir frostkaldan mel reikar nóttin vefur í svarta dulu sofandi barn og snjóskýin þjóta svo ótt. Snjóskýin? bölvað bull! hver er að tala um snjóský? Sérðu ekki að loft allt er fullt af himneskum herskörum Sjá, þeir koma svífandi á sólskinsvængjum Þeir fylkja liði fram einn tveir einn tvei-r syngjandi hæ hósíanna svo kveður við í gljúfrunum. Ó, þó ekki væri nema tæjur af lungum!

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.