Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 45
LEIKLIST SUMARSKEMMTAN Skemmtanalífið í höfuðstaðnum þynnist allmikið þegar líða fer á sumarið. Mikill fjörkippur kom í það síðastliðið vor með operettu og spönskum dansflokki í Þjóðleik- húsinu, konsertum hjá Sinfóníuhljómsveit- inni, heimsókn sænsks karlakórs og fleiru. En í júlíbyrjun færðist deyfð yfir hlutina. Ein var þó undantekning, en það var Gísli Hall- dórsson. Honum fór eins og Sveini Dúfu, að þegar aðrir hörfuðu, þá brá hann sverði. En þar lýkur líka skyldleikanum með þeim Sveini og Gísla. Gísli er maður greindur og athugull, veit hvað hann vill, og gerir það. I sumar hefur hann haft sumarleikhús í Iðnó, hefur safnað um sig nokkrum af yngri leik- urunum og með þeim fært upp gamanleikinn Meðan sólin skín, eftir enska höfundinn Terence Rattigan. Er þar skemmst frá að segja, að sýningin tekst yfirleitt mjög vel, leikritið er vel samið og fyndið, og hinir ungu leikarar eru með lífi og sál í því, sem þeir eru að gera. Gísli Halldórsson er leikstjórinn, en auk þess leikur hann aðalhlutverkið, jarlinn af Harpenden. Gísli er mjög góður leikstjóri, hraðinn er ágætur, og auk þess finnst manni, að leikaramir séu frjálsir og hafi fengið leyfi til að skapa persónurnar innanfrá, en ekki þurft að klæða sig í þær eins og föt tilbúin af leikstjóranum. Um leik Gísla er ekki jafn- margt gott að segja. Hlutverkið hentar hon- um alls ekki, og hann gerir úr jarlinum heldur leiðinlegan nöldrunarsegg, í staðinn fyrir góðlátlegan ungan aðalsmann. Ég held enginn sé í vafa um það, að Gísli sé einn af eftirtektarverðustu mönnum í leik- húslífi okkar í dag. En einmitt þess vegna eru gerðar meiri kröfur til hans en margra ann- arra, og þegar fyrir hann koma mistök eins og þau, sem hentu hann við val leikara í hlutverk jarlsins af Harpenden, þá verður að segja eins og er. Það má einnig minnast á það, að val leikara í önnur hlutverk hefur yfirleitt tekizt mjög vel, og því held eg, að niðurstaðan verði sú sama og með Systur Maríu, að jafnvel fyrir hæfileikamenn eins og Gísla, þá sé bezt að velja á milli, en reyna ekki bæði að leika og stjórna í sama leik- ritinu. Unnustu jarlsins, Elisabeth Randall, leikur Helga Bachmann. Leikur Helgu er mjög góður, og meðal cmnars vinnur hún það þrekvirki að verða dauðadrukkin á leiksvið- inu, en á þann hátt, að jafnvel ströngustu siðapostular gætu ekki hneykslazt á þeim drykkjuskap. Faðir Elisabethar, hertoginn af Ayr og Sterling, er leikinn af Róbert Am- finnssyni. Róbert nær ekki sem beztum tök- um á hlutverkinu. Þegar leikið er gaman- hlutverk, sem jafn-vel er gert af höfundarins hendi og hertoginn er, þá er gott að stilla skrípalátunum í hóf öllu meira en Róbert gerir. Tvo liðsforingja, annan amerískan, hinn franskan, leika þeir Jón Sigurbjörnsson og Baldvin Halldórsson. Ég hefi nokkrum sinnum séð Jón á sviði, og hefi ég aldrei séð hann betri en nú. Jón virðist skilja þá mann- gerð, sem hann á að sýna, og nær vel þess- um heldur aðlaðandi barnaskap, sem manni finnst maður svo oft rekast á hjá Ameríku- mönnum. Frakki Baldvins er góð andstæða við Ameríkumann Jóns, sjálfsöruggur heims- maður, sem reynist samt, þegar á á að herða, ekki hálfur maður á við Ameríku- manninn. Baldvin talar með frönskum mál- hreim og tekzt að halda honum út allan leikinn, og er það út af fyrir sig ekki lítil raun. Ég tók eftir því, þegar ég sá leik- ritið í annað sinn, að enginn leikaranna hafði bætt jafn miklu við sig og Baldvin, og sann-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.