Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Qupperneq 5
3. HEFTI
II. ÁRG.
ÁGÚST—NÓVEMBER 1947
Bls.
99 Forspjall
102 Spönsk ljóð. Helgi Hálfdanarson
og José Romero
107 Kristján Albertsson: Jón Sigurðs-
son frá Kaldaðamesi
110 Jóhann S. Hannesson: Eplatréð
111 Steingrímur J. Þorsteinsson:
Hvernig urðu kvæði Jónasar til?
127 Zoshchenko: Húsnæðisvandræði
129 Sólon: Parkinsons lögmál
132 Undir skilningstrénu
133 Bókmenntir eftir K.K.
|
'41 Listir eftir Jón Þórarinsson
142 Blaðað f bókum
RITSTJÓRN: |
Tómas Guðmundsson
Ragnar Jónsson ábm.
|
Kristján Karlsson
ij
Jóhannes Nordal
VÍÐÁTTA himingeimsins hefur frá örófi alda
verið mönnum tilefni undrunar og lotn-
ingar. Hin endimarkalausa veröld stjarn-
anna hefur ekki einungis hrifið huga vís-
indamanna, sem reynt hafa að kanna
leyndardóma hennar, og spámanna, er
leitað hafa í gangi himintunglanna að
huldri vizku um framtíðina, heldur hefur
hún verið hverjum heilskyggnum manni sí-
felld áminning um smæð allra mannlegra
verka á mælikvarða alheimsins.
Það er sízt að undra, þótt það kæmi róti
á ímyndunarafl manna, er þeir í fyrsta sinn
litu himintungl gert af mannlegum hönd-
um geysast eftir braut sinni meðal stjam-
anna. Að vísu var það smátt og fjarlægð
þess frá jörðu hverfandi lítil í samanburði
við vegalengdir til annarra hnatta, en það
er tákn nýs áfanga í þróun tækninnar og
fyrirboði þess, að mennirnir brjóti af sér þá
hlekki, sem reyrt hafa þá við jarðarkringl-
una, og hefji landnám í „drottnanna há-
sal".
Ekki hafa þó tunglkomur þessar vakið
óblandna gleði og hrifningu, og veldur því
fleira en pólitískt kapphlaup og öfund. Að
vísu virðast margir hafa fengið ofbirtu í