Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 9

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 9
SPÖNSK LJÓÐ 103 fíil Vicente. LJÓÐ TJM UNGA STÚLKU Hún er væn og fjarska fögur; en hvað stúlkan er indæl! Seg þú, sæfari góður, sem á skipunum dvaldir, hvort er hafskipið, seglið eða stjarnan svona fögur? Seg þú, riddari góður, sem varst tygjaður vopnum, hvort er hesturinn, orustan og vopnin svona fögur? Seg þú, hirðingi góður, þú sem átt hjörð í haga, hvort er búsmalinn, dalirnir og heiðin svona fögur? Gustavo Adolfo Becquer. ÞAU LTJKU HENNAR ATJGTJM Þau luku hennar augum sem opin stóðu, breiddu á andlit blæju hvíta. Sumir með ekka en aðrir þegjandi kvöddu í senn svefnhús dapurt. Logaði á gólfi Jjós í stjaka, brá skýrt á vegg skugga af beði, þar sem glögglega greina mátti liðins líkama línur stjarfar. Þar kom, að drungaleg dagsbrún vakti þúsund-raddaðan þys á strætum. En er saman laust ljósi og dimmu, kyrrð og lífi, mér kom í hug: Drottinn! hve döpur er dauðra vist! Út var önduð á öxlum hafin og líkbörur lagðar í kirkju. Kveikt var á kertum í kapellu og sæng tjölduð svörtum dúki. Hringing þagnaði og hinzta bæn; reis af knébeði kona gömul, vék um hliðargöng, liurð marraði; svo var hljóð kyrrð á helgum stað. Hreyfði sigurverk hægt við kólfi, mátti klið greina er kerti snörkuðu. Svo var ömurlegt inni og dimmt, að með köldum geig kom mér í hug: Drottinn! hve döpur er dauðra vist!

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.