Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 16

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 16
Jóhann S. Hannesson: Þegar eg flutti inn voru eftir fimm af eplatrjánum. Hvað þau voru mörg í fyrstu man nú enginn. Eg heí gáð í afsalsbréf, en þess er hvergi getið. Það skiptir svo sem annars engu máli, en eg er bara forvitinn af því að nú er ekki eftir nema eitt. I fyrra, þegar fellibylurinn braut fjögur, virtizt bezt að hreinsa til og stækka garðinn, eins og eg hafði ætlað. Þetta eina tré var heldur lítils virði (og hin voru ekki félegri, sem fuku) feyskið og holt og margar greinar visnar, og aðrar, þó þær bæru ávöxt, brotnar. Avöxturinn var ormsmoginn og súr, og liðun svaraði ekki kostnaði. Það var helzt kannske einhvers virði á vorin, en varla rétt að meta nokkur blóm, þó falleg séu, á við góðan garð. Meðan eg var að leggja öxina á (þó eplatréð sé fúið, þarf að bíta) sá eg í hug mér bleikrauð eplablómin bærast í vorgolunni, en það var aðeins andartaks hik. Eg ior í gegnum garðinn, og gekk að trénu, fann mér veikan blett, og reiddi hart til höggs. Þá gaf mér sýn um hag mín sjálfs. Tréð stendur þarna enn.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.