Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 17
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
Hvernig urðu Ijóð Jónasar tilf
i
Þegar hálf önnur öld er nú liðin frá fæð-
ingu Jónasar Hallgrímssonar, er margs að
minnast og margt að þakka og það þá ekki
sízt, hvernig hann kenndi mönnum að
skynja náttúru landsins á nýjan hátt, lauk
upp augum þeirra fyrir nýju Tslandi, fögru
og yndislegu sumarlandi, farsælda-fróni, —
og hvernig hann lauk upp hlustum manna
fyrir kliðmýkra og fegurra máli en þeir
höfðu áður heyrt. Þessi maður, sem hefur
svo mjög glætt og ræktað fegurðarskyn
íslendinga og veitt okkur svo grómlausan
og ríkulegan unað með kvæðum sínum,
náði þó ekki 38 ára aldri, virðist aldrei
hafa talið skáldskapinn aðalköllun sína í
lífinu og féll svo frá, að engin kvæðabók
var til frá hans hendi, — þótt mikið af
kvæðum hans birtist að vísu, meðan hann
var lífs, aðallega í Fjölni. En þegar ljóð-
mæli hans komu loks út, fyrir réttum 110
árum, fylltu þau aðeins litla bók. Fáir hafa
eftirminnilegar sýnt og sannað þann mun,
sem verið getur á magni og gildi.
En hvernig urðu kvæði Jónasar til, eða,
eins og unglingur einn spurði mig á dög-
unum: ITvernig fór Jónas að því að yrkja?
Ljóð hans eiga sem sé svo greiðan að-
gang að hugmn unglinga og jafnvel barna,
að þau geta vakið hjá þeim sömu undran
og sams konar forvitni og hjá íulltíða
mönnum og fræðilega sinnuðum. En því
miður verður þessari spurningu ekki svar-
að nema á mjög ófullkominn hátt. Við get-
um ekki séð inn í hugskot skáldsins, meðan
það orti, taum ekki skynjað sjálfa leyndar-
dóma sköpunarstarfsins, þó að við njótum
töfra hins skapaða verks. Við getum stund-
um vitað um tildrög og ytri aðstæður, hve-
nær og á hve löngum tíma verkið var samið.
Víst er sú vitneskja heldur fátækleg ein
saman, en getur a. m. k. orðið til að seðja
sárustu íorvitni okkar í þessum efnum og
stundum verið nokkur leiðarvísan til að
skilja listamanninn betur og njóta verka
hans á fvllra hátt. Hér verða tekin saman
nokkur dæmi af þessu úr kveðskaparsögu
Jónasar og við þau stuðzt til að skvggnast
Htið eitt. um skáldheima hans, þótt. þær
svipmyndir verði að vonum brotakenndar
og öllu fremur af ytra borði en innra.
Það er alkunna, að ýmsir þeir, er semja
eða yrkja sem ljósast og ljúflegast, hafa
legið þeim mun lengur yfir því sem les-
anda virðist það allt eðlilegra og erfiðis-
minna. Nú er það raunar svo, að fleira í
kveðskap Jónasar en menn ætla að lítt
hugsuðu máli er tvírætt eða torskýrt, þótt
vissulega teljist það til undantekninga hjá
hinu, sem einfalt er og auðskilið. Elzta
námsvottorð Jónasar, frá því er hann var
tæpra 13 ára, bendir og sízt til, að hann
hafi verið fljótur að koma orðum að hugs-
un sinni. Honum hafði þá, að beiðni móð-
ur hans, verið komið fyrir vetrarhluta hjá
séra Jóni lærða Jónssyni á Möðrufelli í
Eyjafirði, sem átti að kanna, hvort hann