Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 18
HELGAFELL
112
væri „hæfur til að setjast til æðri lærdóms-
mennta“. Dæmdi prestur hann „hæfileg-
an“ til þess, „því þó hann ekki hafi sér-
legt næmi til að læra utanbókar og sé enn
þá nokkuð seinn til að útlista með orðum
það, sem hann þó annars veit og skilur,
hefur hann samt allgóðar gáfur til skiln-
ings og eftirtektar . . . ogsvo lyst til bók-
náms.“! — Til er einnig skrýtla af því, er
þeir Konráð Gíslason og Jónas byrjuðu að
þýða Hugleiðingar Mynsters í Ivaup-
mannahöfn, og þar sátu þeir, einn mesti
lærdómsmaður og einn mesti snillingur á
íslenzka tungu, fram á miðjan dag yfir
fyrstu setningunni, stuttri og einfaldri:
„Hvor kan min trætte sjæl söge hvile?“
— unz þeir höfðu f'undið henni það orða-
lag, er þeir voru ánægðir með: „Ond mín
er þreytt — hvar má hún finna hvíld?“ En
þá kváðu þeir líka hafa verið svo glaðir,
að þeir fóru út á veitingahús að fá sér
hressingu, og þar með var því dagsverki
lokið. — Það er líka kunnugt, að í dagfari
sínu var Jónas jafnan hæglátur maður og
hóglífur, sem kemur m. a. fram í gleggstu
mannlýsingu, sem til er á honum í stuttu
máli, þar sem eru þessi orð Gröndals í
Dægradvöl: „Hann var búlduleitur og fúl-
legur að sjá og mjög liægur.“
Þegar þetta allt er haft í huga ásamt
þeirri staðrevnd, að kveðskapur Jónasar
er lítill að vöxtum, mætti ætla að lítt
könnuðu máli, að hann hefði verið lengi
að yrkja. Þessu virðist þó hafa verið öfugt
farið. Jónas mun oftast hafa ort kvæði sín
í einni lotu á skömmum tíma, enda flest
stutt. Undantekning er þar þó m. a. kvæði
eins og Hulduljóð, sem verið hafa lengi —
líklega nokkur ár — í smíðum, enda eru
jniu í rauninni mörg kvæði, — hvað jjá
ljóðaflokkur eins og Anne.s ocj eyjar. En
ýmsar heimildir eða rök má i'æra fram
fyrir hinu, að Jónas liafi oftast verið sprett-
harður á skeiðvellinum, þegar hann hleypti
skáldfáknum á annað borð.
II
Við eitt af elztu varðveittu kvæðum
sínum, sem Jónas orti tvítugur á næstsíð-
asta skólaári sínu á Bessastöðum og heitir
Sumardagsmorcjuninn Jyrsta 1828, hefur
hann skrifað: „I rúmi mínu.“ Það er að
vísu aðeins tvö erindi, löng þó. — En
ýmis beztu kva'ði sín orti hann úti, sum
á hestbaki.
Það kvæði, sem vakti fyrst aðdáun al-
þjóðar á skáldskap Jónasar, var Gunnars-
hólmi, sem hann orti á 30. aldursári, 1837,
tveimur árum eftir að hann hafði birt
fyrsta kvæði sitt. Gunnarshólmi er auðug-
asta, stórfelldasta og skáldlégasta íslenzkt
náttúrukvæði, sem ort hafði verið til þess
tíma. Og það er eitt lengsta samfellt kvæði
Jónasar, þótt ekki nemi jjað meira en 2—3
prentsíðum. En þetta mikla kvæði hefur
Jónas ort á einum sólarhring, byrjað á því
á leið frá Möðruvöllum í Hörgárdal til
Akureyrar, þar sem liann lauk því, að
sögn Hallgríms hreppstjóra Tómassonar
systursonar Jónasar, er kvaðst hafa verið
með honum, er hann orti kvæðið. Var
Hallgrímur þá 15 ára ( f. 1822, d. á Akur-
eyri 1899), í uppvexti hjá foreldrum sínum
á Steinsstöðum í Öxnádal, þar sem Jónas
hafði alizt upp. Síðara hluta þessa sumars
(1837) dvaldist Jónas nyrðra (frá ágúst-
lokum og fram undir septemberlok).
Löngu seinna, um eða undir 1890,
sagði Hallgrímur söguna af þessu séra
Matthíasi Jochumssyni, er birti hana fyrst
í blaði sínu Lýð 29. marz 1890 (sbr. Rit
Jónasar I, 334) og árið eftir nokkru glöggv-
ar í Akureyrarblaðinu Norðurljósinu (30.
nóv. 1891). Þar segir svo:
„Það var einn fagran sumardag á slætti,
að Jónas reið til fundar við Bjarna á
Möðruvelli og Hallgrímur með honum.
Þegar þar kom, fagnaði Bjarni honum vel
og leiddi með sér til stofu, en Ilall-
grími var fylgt til herbergis þar fram af;
mátti hann glöggt heyra, hvað þeir töluð-
ust við; man hann vel, að Bjarni ræddi
tun fornsögurnar, einkum Njálu, og kvað
1) Skírnir 1<)4S. 1S7.