Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 21
HVERNIG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TIL?
115
liring. Það er Þú stóðst á tindi Heklu
hám, sem hann orti til franska læknisins
og náttúrufræðingsins Pauls Gaimards. Sá
hafði veitt forstöðu stórmerkri rannsóknar-
ferð, sem Frakklandsstjórn kostaði og stóð
liér við land 183.5 og 1836. Fræg eru prýði-
leg rit og miklar og ágætar myndabækur,
sem gefnar voru út af l'erðum Gaimards,
bæði héðan og af öðrum norðurslóðum.
Hann liafði verið með Jeiðangur sinn í
Lapplandi og á Svalbarða, er hann kom til
Hafnar um áramótin 1838-39 og Islend-
ingar liéldu honum þar samsæti um miðjan
janúar. Um þetta segir Benedikt, Gröndal
í Dægradvöl:
„Ferð Gaimards er hin frægasta, sem
hingað hefur verið farin af því tagi, enda
kunnu Islendingar í Höfn þá að rneta hana,
með því þeir héldu Gaimard stórveizlu og
fluttu lionum eitthvert hið fegursta kvæði,
sem ort hefur verið á íslenzka tungu; það
gerði Jónas Hallgrímsson. Gaimard var þá
í Kaupmannahöfn á ferð og sat í veizl-
unni; var kvæðið sungið, en Páll Melsteð
þýddi það á latínu fyrir Gaimard, en hann
hafði komizt við og tárazt . . . Veizlan stóð
16. jan. 1839. Daginn áður kom Þorgeir
Guðmundsson og einhver annar inn á
„Garð“ til Jónasar, þar var þá hjá hon-
um Páll Melsteð. Þorgeir segir við Jónas:
„Við ætlum að halda Gaimard veizlu á
morgun, nú verður þú endilega að yrkja
eitthvað.“ Jónas svaraði svo sem engu, og
Þ[orgeir] fór. Síðan gekk Jónas um gólf og
var að raula eitthvað fyrir munni sér. Páll
skipti sér ekkert af honurn. Síðan sett.ist
Jónas niður og skrifaði þrjár fyrstu vísurn-
ar — og þeytti frá sér pennanum og sagði:
„Nú get ég afndskotann] ekki meir!“ En
um miðjan daginn eftir var kvæðið komið
prentað úr prentsmiðjunni. Þetta sagði
Páll Melsteð mér 28. febrúar 1894,“ — seg-
ir Gröndal í Dægradvöl.
Raunar má rengja smáatriði þessarar
sögu. Jónas bjó 4 fyrstu Hafnarár sín á
Garði og var tvö hin síðari sambýlismaður
Páls Melsteðs (1834—36). Báðir munu þeir
hins vegar hafa verið fluttir af Garði, þeg-
ar hér var komið (1839), þótt vel megi
vera, að þeir hafi verið þar staddir eða
báðir saman heima lijá öðrum livorum.
Heimilisfang brenglast fljótt í munnsögn-
um og er þá helzt lcennt við það, sem
þekktast er. Hið íburðarmikla skrautprent
(í fjórum litum) hefur og tekið nokkurn
tíma með þeirrar tíðar tækni. Páll Mel-
steð hafði líka komizt yfir eiginhandarrit
Jónasar að kvæðinu og ánafnaði það, sem
öniiur merkustu handrit sín, konunglega
bókasafninu í Kaupmannahöfn, og hefur
skrifað fyrir neðan kvæðið: „Jónas Hall-
grímsson sjálfur skrifaði llta jan. 1839
þetta blað. — P. M.“ En þótt þeir,
er að samsætinu stóðu, liafi, sem eðlilegra
má þykja, komið í kvæðisöflun til Jónasar
með 5—6 daga fyrirvara fremur en eins,
er ekki að lieldur ástæða til að rengja, að
kvæðið sé ort á skömmum tíma. Því til
fyllra stuðnings er, að Asmundur biskup
Guðmundsson liefur sagt mér söguna
eftir Páli Melsteð sjálfum mjög á sömu
lund og liún er í Dægradvöl. Hann
man nii ekki, hvort getið væri bústaðar.
En Pall Melsteð var þar viðstaddur og
vissi á þessu full deili. Og komið var í
eindaga að yrkja kvæðið, sem Jónas átti
að hafa gert á einni nóttu. Það fylgdi og
sögunni, að Þorgeir og þeir félagar hefðu
fært Jónasi vínflösku með kvæðisbóninni
og Jrefði kvæðinu verið lokið nokkurn veg-
inn jafn snemma og flaskan var tæmd.
Um þetta fer þó e. t. v. sanni næst
Guðmundur Björnsson landlæknir í mjög
athyglisverðri grein, sem hann skrifaði í
marzhefti Oðins 1910: „Um Jónas Hall-
grímsson. Haft eftir Páli Melsteð.“ Verð-
ur meginhluti hennar tekinn hér upp:
„Nú er sá maður látinn, sem bezt mundi
Jónas Hallgrímsson, en það var Páll Mel-
steð sagnfræðingur [13. nóv. 1812 — 9.
febr. 1910]. Ég átti oft tal við Pál, en
sjaldan svo, að hann minntist ekki á Jónas;
hann unni Jónasi og mat hann svo mikils,
að hann taldi óþarft að leyna brestum