Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 25
HVERNIG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TIL?
119
an við hálffertugt, þ. e. á sama aldri og
Sigurður Breiðfjörð var, þegar bezta skáld-
skaparskeið hans hófst, þótt þar réðu miklu
ytri aðstæður, og nákvæmlega jafngamall
og Bjarni Thorarensen var, þegar hann
komst á fyrra hátind kveðskaparsögu sinn-
ar (um 1820), en Jdnas náði ekki þeim
aldri, sem Bjarni var á, þegar sköpunar-
gáfa lians náði síðara risi sínu undir ævi-
lok hans 20 árum seinna. Ljóst er, hvers
íslenzkar bólanenntir hefðu misst, ef Bjarni
hefði dáið á sama aldri og Jdnas. Um hitt
er vafasamara að spá, hvað eftir Jónas lægi
nú, ef hann hefði ekki dáið fyrir örlög fram
og hefði náð — þótt ekki væri nema aldri
Bjarna, enda er þroskaferill þeirra ekki að
öllu sambærilegur, Jónas náði fyrr skáld-
legum þroska en Bjarni.
En á mesta kveðskaparskeiði Jónasar,
sem nú var að vikið, lézt einmitt Bjarni,
og Jónas lcvað þá m. a. eftirmælin um
hann. Og við höfum orð Jónasar sjálfs
fyrir því, livernig þau urðu til. Frá því
fyrr á sama ári vitum við einnig nolckuð
um sköpunarsögu annars af merkiskvæð-
um hans. Það er Fjallið Skjaldbreiður. Þeir
Bjarni og Jónas höfðu hitzt í Reykjavík
þetta sumar, snennna í júlí 1841, þar sem
Bjarni sat þá embættismannafund. Mælt
er, að Bjarni hafi þá klappað á öxlina á
Jónasi og sagt: „Þegar ég dey, þá verður
þú eina þjóðskáldið okkar, Jónas minnó1 2
Einnig er sagt, að Bjarni hafi þá boðið
Jónasi að dveljast lijá sér næsta vetur og
Jónas þegið boðið, þótt á þessu leiki nokk-
ur vafi.~ Jónas fer svo frá Reykjavík í
rannsóknarferð áleiðis til Þingvalla, kemur
þangað 12. júlí. Næsta dag er hann þar
um kyrrt í sólskini og lieiðríkju til að afla
sér vitneskju um staðhætti umhverfis
Skjaldbreið, áður en hann færi þangað í
könnunarferð, sem ljóst er af dagbók lians,
1) Aðalinntak þessa getur auðvitað verið rétt, þótt
við vitum, að þeir þúuðust ekki. (Rit Jónasar II, 76).
2) Hannes Hafstein. Ljóðmæli Jónasar 1883, XXXI;
sbr. Rit Jónasar V, CXXII nm.
og þá skrifar hann eina bréfið, sem til er
frá honum til Bjarna, fáeinar línur. Hann
er þar að biðja Bjarna afsökunar á
einhverjum bráðræðisorðum, sem hann
hafði látið falla við hann í Reykjavík, lík-
lega varðandi endurreisn alþingis, en ját-
ar, að þau hafi verið ómakleg, enda voru
þeir báðir sammála um Þingvöll sem al-
þingisstað. í þessu bréfi segir Jónas: „Fag-
ur þykir mér Þingvöllur, en samt sem áð-
ur hugsa ég hér sem minnst um hann; ég
er allur í hrauninu, eins og hvalur, og horfi
á Skjaldbreið álengdar. Hún verður merki-
legt eldfjall, — þegar — eða ef — öll
kurl koma til grafar. . . . Eg finn ann-
ars á mér, að ef ég mætti vera hérna svo
sem 3 eða 4 daga, gæti ég skrifað eitt-
hvað nógu gott, en því láni er ekki að
fagna. Með ást og virðingu J. Hallgríms-
son.“ (Rit II, 76). Hér beinast því sjónir
Jónasar að Skjaldbreið, hann er hugfang-
inn af fjallinu og í skapi til að semja eða
yrkja. Jarðvegurinn er undirbúinn til
kvæðisins, sem hann mun hafa ort dag-
inn eftir, miðvikudaginn 14. júlí 1841.
Hann lagði af stað áleiðis að Skjaldbreið
snemma morguns í blíðskaparveðri ásamt
tveimur fylgdarmönnum og með nokkra
farangurshesta. Hann fór upp á Hof-
mannaflöt, austur Eyfirðingaveg og aust-
ur fyrir Hrafnagjá. Hann reið frá lest-
inni í því skyni að skoða um stund svo-
kallaðan Sandgíg, en að því búnu fann
hann lestina elcki aftur. í tvær klukku-
stundir leitaði hann hennar aftur og fram,
reið upp á hæstu nibbur og hrópaði, en allt
lcom fyrir ekki. Lestarmennirnir hlutu að
hafa villzt í hrauninu. Jónasi var ekki um
sel, þar sem hann var þarna einn með
hesti sínum og hundi, nestislaus og skjól-
klæðalaus. En hann réð með sér að halda
ferðinni áfram, reið umhverfis Skjaldbreið
og lagðist loks þreyttur til svefns í dögg-
vott grasið. Samfylgdarmennina fann hann
ekki fyrr en daginn eftir, og þá dró hann
upp dálitla mynd af Skjaldbreið, sem birt
er hér. En miklu meiri mynd hafði hann